Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1941, Page 38

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1941, Page 38
132 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR anna allt annað en glæsilega nú sem stendur. Því til sönn- unar læt ég mér nægja i bili að fullyrða, að verulegur hluti kaupstaðarbarnanna er iskyggilega illa að sér í móð- urmálinu — mæltu máli — þegar þau koma í barnaskól- ana 7 ára gömul, og skólarnir liafa hvorki tíma né aðra aðstöðu til að bæta úr þeirri vankunnáttu svo að viðunandi sé. Engum glöggskyggnum athuganda, sem kynnist upp- eldisskilyrðum mikils liluta íslenzkra kaupstaðarbarna, mun heldur koma mjög á óvart, þótt þroski þeirra margra reynist í fátækara lagi. Eins og allir vita er leikurinn börnunum lykill að líkam- legum og andlegum þroska. Máttur leiksins er líkastur áhrifum töfrasprota, sem laðar fram úr djúpunum duldar orkulindir. En vald hans er ýmsum skilyrðum háð, svo sem þeim, að barnið njóti frelsis og svigrúms til hreyfinga i heilsusamlegu umhverfi og næringarþörfum þess, likarn- legum og andlegum, sé fullnægt á lieilbrigðan hált. Jafnvel þessum frumstæðustu uppeldisskilyrðum er i ýmsu mjög ábótavant í kaupstöðum íslands á þessari miklu framfara- öld. Litum við til dæmis yfir sjálfa höfuðborgina, kemur að vísu i ljós, að i stórum hverfum er liver íbúðin annarri glæsilegri og umhverfis hvert hús skrúðgrænir grasbalar og trjágarðar, ákjósanlegir leikvellir og griðastaðir fyrir ungbörn. En hin hverfin munu þó vera fleiri og stærri, þar sem flestar íbúðirnar eru þröngar, margar í bakhýsum og kjöllurum, og þar sem livergi er griðastaður utan liúss fyrir börnin, nema smá malar- eða vilpuskot milli husa og svo gatan, sums staðar gangstéttalaus, en auðugri af ryki og skarni en dæmi munu til i nokkurri annarri höf- uðborg í veröldinni. En einmitt í þessum borgarhverfum dvelja tiltölulega fleiri börn en í hinum. Aðalreglan mun vera sú, að þvi þrengri ibúðir, fleiri íbúðarkjallarar eða bakhýsi, en færri og smærri grasblettir, þeim mun fleiri búa börnin við götuna, en því færri börn sem grasbal- arnir og trjágarðarnir lcringum húsin eru stærri. Þetta er ömurleg staðreynd, sem felur í sér liróplegt ranglaúi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.