Tímarit Máls og menningar - 01.10.1941, Blaðsíða 83
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
177
viðbrigðin frá atvinnuleysinu eru snögg og hafa gerzt með
óeðlilegum hætti, án þróunar, án tilverknaðar þjóðarinn-
ar sjálfrar. Nú er enginn tími lengur til þess að sinna
hugðarefnum, áhugamálum eða félagsskap. Það verður
að sitja á hakanum. Þess eru jafnvel dæmi, að ungir menn
liafa ekki mátt vera að þvi að þvo sér eða raka sig dögum
saman og unnið því nær viðstöðulaust, unz þeir voru orðn-
ir hálfsturlaðir af svefnleysi og þreytu. Þetta mætti kalla
þrælahald tuttugustu aldarinnar, þar sem menn gerast
þrælar af fúsum vilja, knúnir áfram af fánýtri tvllivon
um bættan hag, aukna peninga.
Vissulega er það gleðiefni, að atvinnuleysinu skuli vera
létt af þjóðinni, — en ekki er sú gleði grómlaus. Aðal-
vinnan er í þágu framandi valds, sem hefur tekið sér hól-
festu á íslenzkri grund i óþökk þjóðarinnar. Það er vinna,
sem felur ekki í sér neinn lifsneista, vegna þess að tilgang-
ur hennar er víðsfjarri allri siðrænni menningu og hefur
svipuð áhrif á heilhrigða æskumenn og atferli vitskertra.
Slík vinna er gersamlega óhugsandi nema á brjálæðis-
stundum mannkynsins, þegar allt kapp er lagt á að af-
sanna, að maðurinn sé liomo sapiens. og öll þau öfl leyst
úr læðingi, sem geta stuðlað að aukinni tortímingu og villi-
mennsku.
Enn dapurlegri verður þó liernaðarvinnan hér á landi,
þegar þess er gætt, að athafnalíf okkar sjálfra her sömu
deyfðarmerkin og áður. Hvorki einstaklingarnir eða ríkis-
valdið hefur ráðizt í neinar stórfelldar og hagsýnar fram-
kvæmdir, ekki aðhafzt hið minnsta til þess að girða fyrir,
að eymdarsagan endurtaki sig að afloknum, veizlufagnaði
stríðsölsins. Enn sem fyrr biður mold landsins eftir rækt-
un, fossarnir eftir virkjun, firðirnir eftir hafnarmann-
virkjum, skipaflotinn eftir endurnýjun og aukningu, sveit-
irnar og kaupstaðirnir eftir nýbyggingum, fólkið eftir far-
sælla og fagnaðarríkara lífi.
12