Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1941, Blaðsíða 109

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1941, Blaðsíða 109
TÍMARIT MÁLS OG MEXXINGAR 203 athyglisgáfu, skilning á söguefnum og ytri aðstæðum, sem skapa rnönnum örlög. Hann sér söguefnin, en dregur ekki aðalatvikin nógu skýrt fram í frásögninni, gerir ekki helztu drættina nógu hreina og dvelur um of við aukaatriði. Hann er ekki óglöggur á persónuleg sérkenni, en gefur persónunum ekki nógu frjálst ein- staklingslíf. Þær rísa ekki nógu afmarkaðar í umhverfi sínu, eru dregnar á of hversdagslega raunsæjan hátt. Málið er vand- að, en ekki nógu litríkt og lifandi, setningarnar ekki mótaðar i nógu sterkum persónulegum eldi. Það, sem Stefán vantar, er að einbeita sér meira að listrænni mótun efnisins, vera frjáls- ari og djarfari, eignast sterkari vilja og trú á því að geta unn- ið listrænt verk og leggja í það lif sitt og sál sína — þvi að persónuleika á hann til. Kr. E. A. Guðmundur Daníelsson: Af jörðu ertu kominn. — I. Eldur. Útgefandi: Þorsteinn M. Jónsson, Ak- ureyri 1941. Frá þvi fyrsta hafa komið i Ijós skáldlegir hæfileikar hjá Guðmundi Daníelssyni. Á siðustu skáldsögu hans, Á bökkum Bola- fljóts, var óþolandi reyfarabragur, ekki samboðinn manni, sem vildi verða skáld, ef til vill misskilinn eltingarleikur við básún- aðan „almennings" smekk. En nú hefur Guðmundur sent frá sér nýja skáldsögu, sem tekur mjög fram því, sem hann hefur ritað áður. Sjálf hugsunin nieð sögunni er óljós, sérstaklega útlistun henn- ar í söguatburðum og persónmn. Fyrir höfundinum mun vaka alkunnugt viðfangsefni skáldsagna að lýsa tvískiptu eðli manns- ins, sem að hálfu er bundinn jörðu ástríðum sínum og ósjálf- ráðum hvötum, en á að öðruin hluta að eiga göfugar þrár i brjósti til sjálfráðra fagurra athafna. Höfuðpersónan, sem túlk- ar óljóst þessa hugsun, er Gisli Runólfsson i Gröf (bæjarlieitið er táknrænt, ,,Grafarmanneskjan“), launsonur Sögaards Nielsen, útgerðarmanns. Móðir hans var mállaus vinnukona hjá útgerðar- manninum, en til þess að ekki kæmisl upp um þá smán Sö- gaards að eiga barn með þessari stúlku, gekkst vinur lians, Jó- hannes Jónasson, hreppstjóri og stórbóndi, fram i því að koma henni saman við Gunnsu-Rúnka, ofstopamann og staðinn að þjófn- aði, og var þeim fengið býlið Gröf til að búa á. Móðir Gisla dó um leið og hún fæddi hann, og fékk hann versta uppeldi hjá svonefndum föður sínum, varð ofstopamaður og hatursfull- ur út í allt og alla, en í aðra röndina viðkvæmur. Fermingar- systir hans, Sólveig í Sauðdal, dregur fram hið góða i fari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.