Tímarit Máls og menningar - 01.10.1941, Blaðsíða 88
182
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
bræðralagsins, en ekki andlegur dauði, samtvinnaður for-
pokaðri eigingirni og smásálarlegri auragræðgi. — Æsku-
lýðnum er ekkert ómáttugt, ef liann aðeins neytir krafta
sinna.
VI.
Ég minntist á það áðan, að enn einu sinni væri reynt
að afsanna, að maðurinn sé homo sapiens. Allar slíkar
tilraunir hafa misheppnazt, -—- og svo mun einnig fara
fyrir þeirri, sem nú fer fram. Mannkynið hefur fálmað
sig áfram, eins og harn í myrkri, í leit sinni að fegurra
lifi. Stöðugt hefur það færzt nær markinu, þótt féndur
þess og friðarspillar hafi á öllum öldum reynt að leggja
stein í götu þess, reynt að hindra leit þess og hrekja það
til haka inn í myrkur fávísinnar. Ef við athugum sögu ís-
lenzku þjóðarinnar frá landnámsöld til þessa dags, hirtist
okkur í leiftursýn þessi sama leit, þessi sami draumur.
Og við öðlumst nýjan skilning á þeirri baráttu, sem nú er
hafin í veröldinni.
Á þjáningaríyllstu kúguntímunum, þegar íslenzka þjóð-
in át hordauðar skepnur og korpnaðar skóbætur, lifði þessi
fegurðardraumur i brjósti hins klæðlausa ölmusumanns,
þar sem liann varð hungurmorða á herangrinum og horfði
brestandi augum á eldlitað skraut kvöldskýjanna, hann
brann á vörum hins undirokaða, liann hljómaði í eyruffi
skáldanna eins og voldug tónlist — og hann titraði i hjarta
móðurinnar, þegar hún lagði ungviðið að tærðum og blóð-
sognum brjóstum sínum.
Baráttan fyrir þessum draumi á að vera heiður ungu
kynslóðarinnar, inntak lífs liennar, gildi þess og gleði. Það
er draumurinn um, að frelsi, menning, friður, jafnrétti
og bræðralag riki eilíflega i hinu hjarta landi framtíðar-
innar.
Reykjavík, 15. okt. 1941.
Ólafur Jóh. Sigurðsson.