Tímarit Máls og menningar - 01.10.1941, Blaðsíða 68
162
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
yður til að liugleiða það með því að vera að segja yður frá
því og rökstyðja það fyrir yður. Við bentum yður auk þess
að minnstakosti á eitt sigilt verk um Sovétríkin, liið mikla
rit Soviet Communism. A New Civilisation, eftir Sidney
og Beatrice Webb, gagnmerk hjón i London. Þau eru sér-
fræðingar í þjóðfélagsmálum, liafa alla ævi starfað að
þjóðfélagsumbótum á ætljörð sinni, dvöldust tvö ár i Rúss-
landi. Þetta er efalaust vandaðasta og áreiðanlegasta rit,
sem út hefur komið um Sovétríkin á Vesturlöndum. Það
er frábært að ýtarleik og lieiðarleik í allri meðferð efnisins.
Við bentum yður einnig á mjög sæmilega bók um her-
búnað Rússlands, Tlie Military Strength of the Powers,
eftir hernaðarsérfræðinginn Max Werner. Þetta rit er frá
uppbafi til enda reist á skýrslum og vitnisburðum herfor-
ingja og annarra hernaðarsérfræðinga víðsvegar í Evrópu.
En sannleiksrækt yðar stóð ekki á liærra stigi en það,
að við urðum hlægilegir í yðar augum fyrir að minnast á
slíkar heimildir. Öll rök, allar sannanir, öll sérfræði, allur
visindalegur virðuleiki, sem ekki níddi niður bolsevíkana
og afflutti hið sósíalistiska þjóðskipulag, var brennimerkt
sem lilutdrægni, ósannindi, trúarbrögð eða mútuþjónusta.
Þér voruð ófáanlegir til að líta við nokkrum þeim heim-
ildargögnum, sem lýstu Sovétríkjunum í hlutlausu Ijósi.
Flestir yðar lásu ekkert um þau og vildu ekkert um þau
vita annað en það, sem hægri blöðin hér í bænum fluttu
yður, en það voru nálega undanlekningalaust ranghermi
og ósannindi. En þeir fáu, sem eilthvað skyggndust lengra,
voru á spani eftir falsritum, níðbæklingum og rógskrudd-
um um áslandið þar eystra og kættust einsog krakkar við
hverja Ijóta kjaftasögu, sem þeir gátu snapað saman um
Sovétríkin.
Nú hafa staðreyndirnar sýnt ógleymanlega öllum heimi,
hvert fræðsla yðar um Sovétríkin Iiefur leilt yður. Sovét-
ríkin liafa nú háð 15 vikna styrjöld við öflugasta og grimm-
asta herveldi heimsins, ægilegustu múgslátrun, sem nokk-
urntíma hefur ált sér stað á blóðvelli mannkynssögunnar.