Tímarit Máls og menningar - 01.10.1941, Blaðsíða 62
156
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Bernard Sliaw, einn af mestu vitmönnum Bretlands, sagði
t. d. i íhaldsblaðinu Daily Mail 2. desember 1939:
„Ég held, að skýringin sé mjög einföld.
Finnland hefur verið afvegaleitt af heimskri stjórn. Það
hefði átt að þiggja hoð Bússlands um lagfæringu á landa-
mærunum. Það hefði átt að vera skynsamur náhúi.
Finnland hefði sennilega ekki neitað boði Rússlands, ef
það hefði verið sjálfrátt og borið sinn eigin hag fyrir
hrjósti. En Rússland álítur að Finnland haldi, að það hafi
Ameríku og Yesturveldin að haki sér.
Ekkert ríki getur þolað landamæri, sem liægt er að skjóta
frá sprengikúlum á horg einsog Leningrad, þegar það veit,
að ríkinu hinumegin landamæranna, hversu litið og veikt
sem það er, er stjórnað af heimskum mönnum, sem vinna
í þágu annarra stærri rikja og ógna öryggi þess...
Það er alls eklci um það að ræða, að Rússland, stórt ríki,
sé að ráðast á Finnland, sem er lítið ríki, til þess að leggja
það undir sig. Rússland er að liugsa um sitt eigið öryggi,
og það var mjög lieimskulegt af Finnlandi að þiggja ekki
boð Rússlands um breytinguna á landamærunum . .. . “
Hér heima var aðgerðum Rússlands í garð Finna lýst
einsog versta níðingsverki mannkynssögunnar. Þaðeralveg
furðulegt, hvað menn geta niðurlægt sig í mikinn fíflaskap,
ef þeir halda, að þeir tryggi með því stöðu sína í þjóðfé-
laginu. Hvernig gátu menn farið að fela það fyrir sögu-
þekkingu sinni, að það, sem Rússland gerði haustið 1939,
var nokkurnveginn nákvæmlega sama úrræðið og livert
einasta ríki hefur gripið til á stríðstímum, þegar það lief-
ur talið slikt nauðsynlegt fyrir öryggi sitt? Allra síðasta
dæmið er innrásin í íran og afsetning konungsins, sem
engum virðist hafa dottið í hug að kalla níðingsverk, held-
ur liafa menn jafnvel glaðzt yfir því, talið það sjálfsagða
ráðstöfun í styrjöldinni gegn fasismanum.
En þegar Rússland reynir að tryggja öryggi sitt gegn
árás liinna sömu afla um Finnland, sem er þeim fjand-
samlegt, — það er ekki aðeins niðingsverk, h'eldur eitt af