Tímarit Máls og menningar - 01.10.1941, Blaðsíða 98
192
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Þú ert ekki íslendingur!
æpa þeir að mér,
ef ég sára saklaust vitni
sannleikanum ber.
Ekki mega iljar mínar
islenzkt snerta grjót,
ef ég blekktum bróður mínum
bendi á svikin ljót.
Ekki má mitt auga skoða
íslenzkt blóm í hlíð,
ef ég harma örbirgð vora,
ómenningu og strið.
Ekki má mitt eyra hlusta
á íslenzkt lindarhjal,
ef ég þrái að þekkja og boða
það, sem koma skal.
„Báran kveður eins og áður
út við fjörusand —
en ég á orðið einhvern veginn
ekkert föðurland."
En ádeilan skipar aðeins litið rúm. Þessir hlutir eru ekki efni
bókarinnar, heldur óbeint tilefni þess, hvers eðlis hún er. Vegna
alls liins ljóta og grimma i mannheimi dregst skáldið með enn-
þá sterkara afli að fegurðinni í lífi náttúrunnar, þeirri fegurð,
sem það hefur alizt upp við og aldrei hætt að dýrka. Nú kveð-
ur það við gamla vini sína, spóann, hornsílið, köngurlóna, mos-
ann, öræfin i hljóðum innileika, eins og sé það að bæta upp
margra ára tjón. Eitt eða tvö kvæði geta gefið hugmynd um
meginefni bókarinnar. Þetta yrkir höfundurinn um köngurlóna,
og nefnir kvæðið Slys:
Gulmórauð, kringluleit köngurló
í kvöldrónni vagar um gráan mó,
og ibyggin hlustar við annaðhvert skref,
— hún á kannske börn og fallegan vef
úti við lækjarins silgræna sef.
Ferlegur nálgast nú fótur minn,
— hún flýtir sér meira, auminginn,