Tímarit Máls og menningar - 01.10.1941, Blaðsíða 43
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
137
isskilyrðin á sveitaheimilunum eru lika mjög misjöfn.
Undanfarið liafa t. d. verið í Austurbæjarskólanum börn
úr sveit, sem bæði um kunnáttu og hegðun liafa verið í
lélegasta lagi. Loks ætla ég, að því aðeins læri kaupstaða-
börnin verulega á sveitadvölinni, að þau séu sæmilega bú-
in að heiman i andlegum skilningi. Sjö ára börn og eldri,
sem kunna illa að tala móðurmál sitt og aldrei bafa vanizt
á að taka eftir, eru ólíkleg til að læra mikið af sumardvöl
i sveit. Ræð ég þetta að nokkru leyti af atbugun á börnum
bér i skólanum.
Við og við beyrast raddir um það, að engra verulegra
umbóta sé að vænta á uppeldismálum þjóðarinnar nema
í gegnum beimilin. Ég verð að játa, að ég bef tröllatrú á
uppeldi heimilanna og veit, að aldrei verður ofmetið blut-
verk þeirra. Hins vegar er ljóst, að mörg nútímaheimili
eru mjög gölluð og takmörkuð sem uppeldisstofnanir.
En ég bef enga trú á, að unnt sé að bæta þau til verulegra
muna með áskorunum eða fundarsamþykklum. Hér að
framan hefur verið bent á ýms ytri skilyrði, sem þurfa að
batna og mundi þá aðstaða barnanna batna um leið. Að
öðru leyti er ég þeirrar skoðunar, að bezta ráðið til að
glæða ábuga og skilning heimilanna á uppeldisblutverk-
inu sé að bæta skólana og skapa þeim betri aðstöðu til
samvinnu við beimilin. Sú kenning, sem mjög hefur verið
á lofti baldið bér á landi, að aulcin afskipti skólanna af
börnunum muni auka á tómlæti og ábyrgðarleysi heimil-
anna, er liin mesta firra, sem við engin rök befur að styðj-
ast. Raunin liefur þvert á móti alls staðar orðið sú, aö
eftir því sem tekizt hefur að gera skólana lífrænni og á-
hrifameiri, að því skapi hefur ábugi og skilningur heim-
ilanna farið vaxandi.
Ég bef hér að framan viljað leggja áherzlu á þá geig-
vænlegu hættu, sem vofir yfir íslenzkum æskulýð, ef ekk-
ert verður að gert. Ég hef aðallega rætt um æsku kaup-
staðanna, þar sem skórinn kreppir mest að, enda þótt mér
sé vel ljóst, að einnig er nauðsynlegt að bæta aðstöðu unga