Tímarit Máls og menningar - 01.10.1941, Blaðsíða 81
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
175
almáttarstoðirnar. Langoftast var það nefnilega eina úr-
rœðið, til þess að komast i atvinnu, að selja sannfæring-
una, ef hún þótti þá einhvers virði, — að varpa allri mann-
legri reisn og sjálfsvirðingu í fenjadý sívaxandi spilling-
ar og ýmist flaðra upp um atvinnurekendurna eins og litil-
þægir seppar eða lúta boði þeirra og' hanni i þrælslegri
auðmýkt. Þessa afarkosti tóku margir. Hinir voru samt
fleiri, sem heldur kusu að svelta með sóma en liirða brauð-
mola með skömm, því að heiður þeirra og andlegt sjálf-
ræði var þeim verðmætara en tvísýnir og stopulir stundar-
hagsmunir.
f öllu þessu þjóðfélagslega öngþveiti, meðan líkamleg
bjargþrot sameinuðust andlegri formyrkvun, kappkostaði
þó drjúgur hluti æskulýðsins að lifa menningarlífi eftir
föngum, — mennta sig, lesa góðar bækur, koma sarnan
á fundi til þess að ræða áhugamál sín og berjast fyrir
þeim. Þá gat það ekki lalizt til tíðinda að kynnast æsku-
mönnum, sem áttu eldheitar hugsjónir og voru reiðubúnir
til þess að leggja allt i sölurnar fyrir þær. Þá var það ekki
jafn sjaldgæft og viturlegt orð úr garði stjórnarvaldanna,
að ungir menn sæju i draumsýn Iiið bjarta land framtíðar-
innar og skýrðu svo öðrum frá draumsýn sinni — leiftr-
andi augum.
Þrátt fyrir þrengingarnar — og niðurlæginguna sam-
fara þrengingunum, var ekki unnt að vantreysta æskulýðn-
um, því að lielft hans bjó yfir þeirri grósku, dirfsku og
hugsjónaauðlegð, sem á að vera aðall ungu kynslóðarinn-
ar á hverjum tíma.
II.
Böl atvinnuleysisins er liðið hjá i bili. Nú hafa allir nóg
að starfa, hæði ungir menn og aldraðir. Á morgnana óma
göturnar af skóhljóði verkamanna í hundraðatali, þar sem
áður röltu venjulega örfáar hnípnar hræður í alvinnubóta-
vinnuna. Og það hefði vafalaust þótt tíðindum sæta fyrir
nokkrum árum, ef hlöð bæjarins liefðu birt auglýsingar