Tímarit Máls og menningar - 01.10.1941, Síða 113
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
207
með afbrigðum fögur og hrein, jafn-auðlesin hverjum íslend-
ingi, ungum og gömlum, eins og bókin væri skrifuð i dag, sí-
gilt mál íslenzkt og ekkert annað en íslenzkt, en hvorki „old-
nordisk“ né „gammelnorsk“. Það er þetta, sem fyrirsvarsmenn
hins norsk-danska málstaðar gegn íslendingum, eins og Jónas
Jónsson, hafa leyft sér að kalla: „að draga fornbókmenntirnar
niður í forina“.
Vitaskuld hefði ég ekki ráðizt i þetta verk, án þess að ráð-
færa mig fyrst við ýmsa helztu menntamenn landsins og gáfu-
menn og ýmsa beztu málfræðinga vora, þ. á. m. dr. Jón Helga-
son prófessor við Ivaupmannahafnar-háskóla og dr. Sigurð Nor-
dal prófessor við Háskóla íslands, og hefur hinn síðari stutt
mig að þessu verki með góðum ráðum.
Stafréttar útgáfur fornritanna hafa einar gildi fyrir málvis-
indamenn, en þær eru með öllu ólæsilegar alþýðu manna. Nor-
malstafsetningin, hin samræmda, á ekkert skylt við stafréttar
útgáfur, og er því hvorki vísindaleg né alþýðleg. Málvísinda-
menn líta ekki á slikar útgáfur og almenningur fæst ekki til
að lesa þær.
Annars er krafan um fornbókmenntirnar með vorri stafsetn-
ingu ekki ný. í grein eftir dr. Björn frá Viðfirði í Skírni 1907,
þar sem þessi nafnkunni öndvegishöldur tungunnar gerir að til-
lögu sinni að snúa fornum rithætti „sem mest til nútímamáls“
á alþýðuritum, er m. a. komizt svo að orði:
„Brýna nauðsyn ber til að ryðja braut milli fornra og nýrra
bókmennta, og þau hamratröllin, er fyrst ber að leggja að velli
á þeim vegi, eru þessar gömlu sérvizkukreddur, er dylja forn-
öldina augum almennings i fornu stafsetningarmoldviðri."
Halldór Kiljan Laxness.
Mál og menning.
Nú eru ekki þeir tímar, að allt gangi að óskum. Annað bindið
af Ritum Jóhanns Sigurjónssonar, sem átti að prentast fyrri
hluta ársins og var fullsett strax í febrúar s.l., hefur ekki get-
að komið út vegna þess, að misheppnazt hefur að útvega sams
konar pappír og var í fyrra bindinu. Félagsprentsmiðjan li.f.
pantaði þennan pappir sumarið 1940 og átti hans von fyrir síð-
ustu áramót. Sendingin kom loks í marz, en þá var tegundin