Tímarit Máls og menningar - 01.10.1941, Blaðsíða 89
Aðalbjörg Sigurðardóttir:
Eiríkur Magnússon.
Eiríkur Magnússon er
dáinn. Hann lézt á Vífils-
stöðum 9. sept. í liaust,
eftir langvarandi veikindi.
Alltaf síðan hefur mér
fundizt, að ég stæði í ó-
hættri skuld við ísland og
íslenzka þjóð, þar til ég
hefði reynt að segja frá
því, hver Eirikur Magnús-
son var, þvi er ekki tign
og göfgi sonanna og dætr-
anna móðurinnar mesti
sómi? Og Eiríkur var son-
ur íslenzkrar alþýðu. Hin
skuldin, skuld mín og
barnanna minna við Eirík
sjálfan, verður vist seint
goldin, og sízt með nokkrum fátæklegum orðum.
Ég kynntist Eiríki Magnússyni á Eiðum veturinn 1930—
31. Hann var þann vetur kennari þar, þá nýorðinn stúdent
frá Menntaskóla Akurevrar. Börn mín, sem dvöldust með
mér á Eiðum, tóku þegar ástfóstri við hann, og það talaðist
svo til með okkur, að ef liann kæmi til Reykjavíkur, skyldi
liann búa hjá mér. Ilann kom næsta haust, innritaði sig í
guðfræðideild Háskólans, en vann jafnframt fyrir sér með
kennslu. Næstu fjögur árin bjó hann hjá mér, kenndi mín-
um börnum og ýmsum fleirum, tók kennarapróf frá Ivenn-