Tímarit Máls og menningar - 01.10.1941, Blaðsíða 46
John Galsworthy:
Blátt áfram maður.
Hann var blátt áfram. Það var lians mikli koslur. Aðrir
máttu eiga sinn þokka, skarpskyggni, frumleik, andans eld
og töfrandi viðmót. En liann var hreinn og beinn og hlátt
áfram. Þess vegna var liann svo mikils háttar maður, eklci
aðeins að dómi landa sinna, heldur og i sjálfs sin augum,
því að hann vissi, að enginn maður er dýrmætari i þessum
heimi en sá, sem á sér engar efasemdir, engar imyndanir
eða liugaróra, heldur er alveg hlátt áfram í hugsun og at-
ferli. Hann vissi, að menn litu upp til hans, hæði blaða-
menn, kenmmenn og stjórnmálamenn, og þetta studdi
hann ekki lílið i því starfi, að þróa og fullkomna þennan
einstæða persónuleik, sem hann og allir lians líkar áttu í
sameiningu. Og á öld eins og þessari, sem ól svo margar
kenjar og kyndugskap, var honum það óumræðileg hugg-
un að vita, að enn var liann meðal mannanna, og alltaf
mátti leita til hans, sem hæði hafði heilbrigða og hlátt
áfram skoðun á öllu. Hann vissi vel, að hann gat treysl
dómum sínum og hann hikaði aldrei við að segja þjóðinni
sínar skoðanir, enda var hún jafn ótrauð að spyrja um
þær.
Um hókmenntir var einkum spurt um skoðanir hans,
því að í þeim málurn þóttu þær ómetanlegar. Alltaf vissi
hann, hvað hann álti að liugsa um hvern höfund, og gilti
þar einu, hvort hann hafði lesið rit hans eða ekki. Því
hann hafði einhverntíma á duggarahandsárum sinum rek-
izt á hækur, og það raunar áður en hann vissi, hvað hann
var að gera. En þessar hækur höfðu æ siðan verið honum
óhrigðult leiðarljós, svo að þegar hann heyrði, að einhver