Tímarit Máls og menningar - 01.10.1941, Blaðsíða 21
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
115
annað á þeim stað. Þannig eru orð til í bókum, sem, aðeins
eiga lieima á einum stað, í einu sambandi og siðan livergi
framar.
Sé bvrjað á að skipta málinu í orð og orðskrípi, leggja
á orð einhvers konar siðferðilega dóma, lenda menn fljótt
í ófærum. Annað livort er orðið rétt eða rangt valið þar,
sem það stendur, og um það er ekki til annað úrskurðar-
vald en háttvísi liins góða rithöfundar.
Það er enginn bættari með því að kalla orðið „Amrika“
skripi, — það er ekki meira skrípi en t. d. America eða
Amerika, og að minnsta kosti íslenzkara en þau orð bæði.
Ef Amrika er íslenzkt skripi, þá er America latneskt skripi
(dregið af spænska karlmannsnafninu Amerigo, sem er
skripi af einhverju öðru). Sé orðskrípishugtakið viður-
kennt í þessum skilningi bréfritara okkar, þá eru öll orð
skrijii allt frá orðum eins og „paa“ á Norðurlandamálum
og „yes“ á ensku niður í orðin „faðir“ og „móðir" á ís-
lenzku, sem eru eins og iiver önnur afbökuð orð, sem
hafa verið allt öðru vísi upprunalega. Þannig verða öll
mál sett saman úr tómum orðskrípum, þvi það er ógern-
ingur að benda í nokkru þekklu máli á orð, sem sé alger-
lega „rétt“ samkvæmt uppruna. Tökum t. d. orðið spáss-
éra (lat.: sjiatior), sem bréfritari okkar nefnir: það er
sízt meira skríjii en orðin kirkja eða akkeri, og hefur
verið góð og gild islenzka á íslandi frá því um 1200
eða fyrr.
Hvert skáldverk hefur með nokkrum Iiætti sérstakt
landslag fvrir sig, sérstaka samstæðu manngerða eða
persóna, og, því má aldrei gleyma: sérstakt mál; sitt sér-
staka mál. Skáldverk, sem hefur ekki, auk alls annars,
þessi sérstöku, óalmennu eigindi til að bera, getur tæplega
orðið gott, ef til vill alls ekki. Hið almenna, ósérkennilega
og reglulega missir einskis i, þótt hið sérstaka fái að njóta
sannmælis, og það er ekki bókmenntagagnrýni, heldur eitt-
livað annað, að fordæma hið sérstaka, af því að það er
öðruvísi en hið ahnenna. Hið almenna og sérstaka eru
8*