Tímarit Máls og menningar - 01.10.1941, Blaðsíða 108
202
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Eftir þessa tómyrSa-eyðimörk er hressing að lesa ritgerð, sem
Fontenay sendiherra hefur nýlega hirt á prenti, fulla af fræði-
mannslegum rannsóknum og gáfulegum, persónulegum athuga-
semdum um skáldskap Jónasar Hallgrimssonar. Má þar glöggt sjá,
hvernig menntaður Dani hefur öll skilyrði til að skýra mönn-
um hetur Jónas Hallgrimsson en vanmenntaður íslendingur.
H.K. L.
Stefán Jónsson: Á förnum vegi. Útgefandi: ísafold-
arprentsmiðja h.f. Reykjavik 1941.
Þetta er annað smásagnasafnið, sem lit kemur eftir Stefán Jóns-
son. Hið fyrra var Ivonan á klettinum.
Stefán er einn hinna fóu ungu höfunda, sem setur fram per-
sónur sinar í umhverfi félagslegs veruleika. Lýsa tilraunir hans
skilningi á áhrifum þjóðfélagsins á sólarlf og lífsferil persón-
anna. Hann tekur fyrir hversdagsleg fyrirbæri samtíðarinnar
og gerir persónurnar eðlilegar og raunsannar. Yfirgripsmest efni
er tekið til meðferðar i sögunni Frá liðnu sumri, er lýsir sum-
arafrekum verklýðsleiðtoga og fiskkaupmanna í sjávarþorpi einu
og viðskiptum þeirra og viðskilum við þorpsbúa. í Eins og mað-
urinn sáir er lýst basli þvottakonu við að koma syni sínurn upp
úr verkalýðsstéttinni, og tekst það að lokum svo prýðilega, að
hann getur litið með fyrirlitningu niður á þá, „sem reyna aldrei
að koma sér upp úr skítnum.“ í síðustu sögunni, Að liðnum
sólstöðum, er lýst algengu miskliðarefni í sambúð manna, þeg-
ar óskirnar ganga í öfugar áttir, eða eru í fullkomnu ósamræmi
við lífsaðstæðurnar, fjötraðar við fátæk lífskjör. Mun þessi saga
einna bezt sögð.
Höfundurinn á það sameiginlegt fjöldanum af ungu kynslóð-
inni, er lifir tóm félagsleg svik og vonbrigði, en enga hugsjóna-
baráttu, að hann lítur tilveruna mjög efagjörnum augum. Höfuð-
persónan i Að liðnum sólstöðum segir um stjórnmálamennina:
„Þar er engum treystandi, hvar í flokki sem hann stendur, og
það jafnvel þótt tilgangur hans væri heill og sannur i fyrstu.“
Hinn þjóðfélagslegi veruleiki er sá, að heimskingjar eða póli-
tískir uppskafningar eru settir í virðingarstöður, og hver skar-
ar eld að sinni köku í þröngsýnni eigingirni, en litilmagninn
er troðinn undir fótum. Viðhorfið til lifsins hjó þeim, sem eitt-
hvað hugsa, verður efagirni, köld tortryggnisleg athugun án lif-
andi djarfrar þátttöku, án trúar, án heitra tilfinninga, án fagn-
andi bjartsýni eða brennandi vilja til þess að umskapa heim-
inn, eins og hverri nýrri kynslóð er eiginlegt að gera.
Stefán hefur mörg skilyrði til að skrifa vel, góða dómgreind,