Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1941, Side 6

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1941, Side 6
100 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR eru til þess hæfari og geta lagt fram markverðara til skiln- ings á verkum lians og ævistarfi. En eggjanin Snorri gríp- ur hug minn og lætur hann sveiflast milli fortíðar og framtiðar. Og spurningarnar rísa hver af annarri: Hvað höfum við gert í sjö hundruð sumur? Hvað hugsar þjóð Snorra í dag? Hvaða afrelc eru unnin i hans anda? Hvern- ig ávaxtar þjóðin arf Snorra? Hversu annt lætur hún sér um menningu og heiður fslands? Er við hugsum um þetta allt, fellur dimmur skuggi á gleði okkar á minningarhátíð Snorra. Aldir liðu eftir hans dag,að svo var sem refsing lægi á þjóðinni og fjötrað var frelsi hennar og menning. En þá sáum við um aldar skeið birta af nýjum degi og að nýju hefjast orðstír íslenzkrar menningar. Við litum á það sem tákn þess, að andi Snorra lifði enn með þjóðinni. En skyndilega er sem öllum ávinn- ingi sé teflt i liættu, og margir horfa óttaslegnum augum fram í tímann í spurn um örlög íslands. Á sjö hundruð ára minningardegi Snorra búa íslend- ingar við þá staðreynd, að erlendur her tveggja stórvelda hefur flætt yfir landið, og þjóðin sjálf er eins og sundruð eða hlaupin í felur. Hinir erlendu herir hafa ekki komið með fjandskap, heldur vinmælum. Þjóðin hefur því ekki sameinazt í vörn, heldur hefur félagslif hennar komizt á ringulreið. Hún gerir sér naumast grein fyrir aðstæðum: Er hún sjálfstæð eða ósjálfstæð, er liún drottnari í eigin landi eða ekki, og hvern hug á hún að hera til hins er- lenda setuliðs? Niðurstaðan er sú, að þjóðin er eins og höfuðlaus lier með lamaðan vilja og kjark til sjálf- stæðrar starfsemi í atvinnuháttum og félagsmálum, án nokkurs sameinandi krafts. Þjóðfélagið er meira og minna að leysast upp i einstaklinga, sem hver reynir að bjarga sjálfum sér, eins og bezt lætur, skara eld að sinni köku, án hugsunar um samfélagið eða þátttöku í samfélagsstarf- semi. Þó að einstakar stéttir, eins og sjómennirnir, sýni fórnfýsi og hugrekki, erum við hættir að vinna í lieild fyrir þjóð okkar að framtíð okkar. Við erurn að verða sundr-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.