Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Side 13

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Side 13
RITSTJÓRNARGREINAR 3 pressuna, berst hver stórfregnin af annarri. Herir Rússa og Bandaríkjamanna drekka skál saman. Mílanóútvarpið tilkynnir: Mússólíni handtekinn, kveð- inn upp líflátsdómur yfir honum og sextán öðrum fasistaforingjum, dómnum fullnægt í morgun, lík Mússólínis og hinna sextán til sýnis á torgi borgarinnar. Stutt fregn og laggóð, og rnikið þrifnaðarverk unnið á einum morgni. Einn dag kemur yfirböðull nazista, Himmler, fram á sjónarsviðið, leikur þjóðhöfðingja, boðar andlát Hitlers innan tveggja sólarhringa, snýrmáli sínu til Breta og Banda- ríkjamanna og býður þeim skilyrðislausa uppgjöf þýzka hersins. Ilimmler talar gegn um sænskan legáta, sem stendur í snúningum fyrir hann nokkrar klst. Næsta dag er hann úr sögunni. Nýr öðlingur, Dönitz, auglýsir „hetjudauða“ Hitlers og kynnir sjálfan sig eftirmann hans. Hann öskrar út yfir rústir Berlínar: „Stríðinu skal haldið áfram, þar til vér höfum unnið fullan sigur yfir bolsévism- anum.“ Svarið er dagskipun Stalíns: Rauði herinn hefur tekið Berlín. Stundu síðar: milljón manna þýzkur her gefst upp á Italíu og f vesturhluta Austurríkis. Daginn eftir eða svo: allur her Þjóðverja í Danmörku, Ilollandi og Norður- Þýzkalandi gefst upp skilyrðislaust. Veldi nazistanna telur sínar síðustu líf- ctundir. Foringjarnir grípa til ýmissa örþrifaráða. Mússólíni steig í vagn hlað- inn gulli, tók sér nýtt gervi, og ætlaði að smokra sér inn fyrir landamæri Sviss, en féll í hendur tollþjónum. Fjölmargir telja sér eitrið hollast, eins og borgar- stjórinn í Leipzig. Aðrir verða höndum seinni að bregða hníf á úlnliðinn, eins og Karl Franck, landstjórinn í PóIIandi, sem stolið hafði málverkum fyrir tólf milljónir marka. Jafnvel morðin, æðsta list nazistanna, fara í handaskolum hjá þeim. Göring er týndur með hlutabréf sín í kolanámunum í Donbas. Lík Ilitlers og Göbbels koma ekki enn í leitirnar. IJeilir herir sjá sér ekki annað úrráð vænna en flýja á náðir Breta og Bandaríkjamanna, Rússana hræðast þeir eins og rétt- lætið sjálft. Svo má líta aumkunarleg afdrif þess herveldis, er fyrir stundu ógn- aði öllum heimi og trampaði á frelsi allra Evrópuþjóða. Aður en þetta hefti berst lesendum, verður runninn upp dagur friðar um alla Evrópu. I dag fagna Danir og Hollendingar frelsi sínu. A morgun verða það Norðmenn og Tjekkar. Vér óskum til lieilla hverri þjóð, sem losnar undan fasismanum. Megi sá friðardagur, sem nú rís, verða upphafsstund varanlegs friðar í heiminum. Þeir, sem dýpst hafa lifað atburði síðustu ára, heyra arnsúg nýrra tíma, er í hönd fara. Ilja Ehren- burg ritar: „Hlustið, vinir. Klukkur sögunnar glymja. Við erum ekki að byrja á nýrri blaðsíðu, heldur á nýju bindi. — Það er hættulegt að spá og í rauninni ekki nauðsynlegt. En hjartað og heilinn halda því fram, að árið 1945 verði fyrsta ár annars, mikils lífs, — lífsins, sem við höfum þjáðst fyrir.“ LOKS ER SVO KOMfÐ, að auðvaldið telur sig ekki lengur hafa hagsmuni af því að hylma yfir glæpaverk fasista. Fjöldi vitna hrópaði ár eftir ár út úr Þýzka- landi um morð og misþyrmingar á andstæðingum nazismans, um óheyrilegar pyndingaaðferðir í fangabúðum, um aftökur án dóms og laga, um skipulagðar ofsóknir, afnám allra mannréttinda, skoðanafrelsis og samtakafrelsis, bókabrenn- ur, eyðileggingu listaverka o. s. frv. Kommúnistar skáru úpp herör í hverju landi,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.