Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Qupperneq 14

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Qupperneq 14
4 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR vöruðu þjóðirnar við og sögðu: fasisminn táknar stríð. Róttækir menntamenn, skáld og rithöfundar, gáfu út hverja viðvörun af annarri: fasisminn táknar út- rýmingu allrar menningar, rísið gegn fasismanum. Sovétríkin reyndu ár eftir ár að fá samvinnu við lýðræðisþjóðirnar um varnarbandalag gegn fasismanum. En auðvaldsöflin beittu öllum ráðum til að hindra hvers konar samtök gegn honum. Vesturveldin daufheyrðust við öllum viðvörunum. Málgögn borgara- stéttarinnar máttu ekki heyra nefnda á nafn glæpi fasistanna. Fregnirnar af hryðjuverkum þeirra sögðu þau fólkinu, að væru áróðurslygar kommúnista. Þau þögðu vísvitandi yfir glæpum þeirra, rituðu í þess stað um menningarafrek þeirra og hreint hugarfar. Þung refsing var lögð við því að fara óvirðulegum orðum um Hitler. Þannig fékk fasisminn að þróast og dafna. Hann fékk að hleypa heiminum í bál. Hann fékk meira að segja að eiga í stríði í nokkur ár, áður en málgögnum þeirra auðvaldsþjóðfélaga, sem komin voru út í styrjöld við hann, þætti það svara til hagsmuna sinna að fletta af nokkurri hreinskilni ofan af atferli lians. En nú hefur allt í einu skipt um stefnu, síðan herir Vestur- velda komu inn í Þýzkaland. Dagblöð og útvörp, fréttaritarar og jafnvel þing- menn, hafa fengið málið, og nú fær loks borgarastéttin að heyra um hin ódæma hryðjuverk, sem framin liafa verið í fangabúðum nazista, staðreyndir, sem öllum gátu verið kunnar í tólf ár. Þessari stefnubreytingu ber sannarlega að fagna. Þó að seint sé, er það nauðsynlegt, að heimi öllum verði kunnugt og yfir það sé ekki hylmað, hvað raunverulega hefur átt sér stað undir stjórn fasismans. Herir Vest- urveldanna fundu einkurn þrjár fangabúðir, Buchenwald, rétt hjá Weintar, Belsen í Norðurþýzkalandi og Dachau í Bayern, sem lýsa upp í ægilegri mynd þá smán, sem Ilitler hefur leitt yfir þýzku þjóðina. I hverri þessara fangabúða voru fangar alls staðar að úr Evrópu, konur og karlar, börn og gamalmenni, þar á meðal 10 þús. Þjóðverjar. I Belsen t. d. fundust lifandi 1500 böm. (Hvað höfðu þau til saka unnið?) Aðkoman að þessum fangabúðum var slík, að sjónarvottar allir taka fram, að henni verði ekki á neinn hátt með orðum lýst. Líkin lágu í haugum inni, hvað þá úti fyrir búðunum, ódaunn var slíkur af rotnun og ó- þrifum, að loftræsta varð, áður en menn þyldu að koma inn í þær. I Dachau stóðu 50 járnbrautarvagnar hlaðnir líkum, er Bandamenn komu að. I Buchenwald fundu þeir 21 þúsund fanga á lífi, 18 þúsundir höfðu dáið úr hungri og pynd- ingum frá því í janúar s.L, en talið er, að 80 þúsundir hafi alls gist þetta víti. Þúsundir þeirra, sem bjargað var, eiga þó enga lífsvon. 1 Belsen voru 30 þús- undir á lífi, úr 35 þúsundum var búið að kvelja lífið. Af 1700 norskum Gyðing- um, sem fluttir voru þangað eftir fyrstu handtökurnar í Noregi, lifði aðeins einn. Yfirleitt þoldu menn meðferðina á þessum stöðum aðeins takmarkaðan tíma. Þeir, sem fyrstir höfðu komið í fangabúðirnar, voru flestallir dauðir. 1 Buchen- wald var blóminn af menntastétt Evrópu, heimsfrægir vísindamenn, rithöfundar, læknar, forystumenn á sviði stjórnmála og félagsmála, allir, sem skarað höfðu fram úr að hugdirfsku, gáfum, sannleiksást og réttlætiskennd, rnenn, sem neit- uðu að ganga á hönd ofbeldinu og lýginni og lögðu lífið að veði fyrir sannfær- ingu sína. í fangabúðunum þoldu allir, er þar komu, hina kvalafyllstu tilveru,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.