Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Page 33

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Page 33
MINNISGREINAR UM FORNSÖGUR 23 Hef eg lönd og fjöld frænda flýið, en hitt er nýast: kröpp eru kaup ef hreppi eg Kaldbak, en læt akra. Jafnvel þrern hundruð árum síðar en Onundur kvað var slík per- sónuleg tjáníng enn óhugsandi í frönskum skáldskap. En þrátt fyrir þó hjarta ákveðins einstaklíngs sé tjáð í snöggum svip og af til- viljun í fornum skáldskap er andi víkíngaaldar sá, að ekki orðið heldur vopnið er tjáníng manns fullkomin. Vopnið eitt birtir mann- dóm hetjunnar. Bardaginn, mál vopnanna, er hið eina sanna mál. Skáldskapurinn gat ekki ætlað sér hærra en vera lof hins beitta sverðs og þeirrar hetju sem bar það í orustu. Hinum meyrlyndu Islendíngum nútímans, sem hefja grátstefnur í kirkjum ef einhver þeirra er drepinn, er ógerlegt að skilja þetta. Eftir fornu uppeldi er það lalið ekki karlmannlegt, en kent við ergi og bleyði, að segja með orðum hjarta sitt: hugur einn það veit er hýr hjarta nær. Eing- inn vafi er á því að það mundi hafa haft sömu verkan á venjulegan víkíng að heyra tilíinníngaljóð nútímaskálds einsog það hefur á venjulegan nútímamann að heyra dóna klæmast. Að ytri viðbrögð- um mátti víkja í skáldskap, því fornmenn voru að sínu leyti hátt- ernissinnar og viðbragðafræðíngar að uppeldi og eðli, menn en þó einkum konur máttu í fræðum þeirra sprínga af harmi og hagl hrjóta af auga hetju ef sérstaklega stóð á, en sorg var „herfileg læti“. 9 Sonatorrek Egils Skallagrírassonar. í kvæði þessu sem skáldið yrkir af því hann getur ekki rekið harma sinna með sverði verður reyndar litt vart vanstillíngar síðari tíma ljóðskálda, skyldri taugaveiklun, heldur bindur hann tilfinníng sína í sterkhugsað skáldamál með lángsóttu orðavali, torfundnum nýyrðum, þrautsmíðuðum kenníngum og mynd- um, gleymir ekki í harminum að setja lögmál íþróttarinnar ofar öðrum kröf- um. En þótt kvæðið hafi orðið til með þeim atvikum sem segir í sjálfu því, að vopninu var meinað máls við sonarbana skáldsins, er hér afrek unnið í fornum skáldskap, sem einna helst mætti líkja við fund Vínlands. I kvæði þessu opnast leið sem er óþekt um allar miðaldir, jafnvel í hinum tiltölulega huglægu latnesku hymnum og kantíkum kirkjunnar; þetta er leið skáldsins til hjarta síns.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.