Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Side 53

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Side 53
MINNISGREINAR UM FORNSOGUR 43 13 Yrkisefni Brennunjálssögu eru, sem siður var til um yrkisefni miðaldanna, hérumbil ævinlega mótuð af hefð: fastmyndaðar sagnir sem einginn á öðrum frernur og allir geta notað í sögu eða ljóði að vild; á miðöldum var kaþólisítas ríkjandi og höfunda- réttur á hugmyndum, persónum og athurðum þektist ekki, menn sem settu saman bækur álitu sig ekki heldur höfunda þeirra, og létu sjaldnast nafns síns getið, þeirra starf var að vinna úr þeim yrkisefnum sem voru í tísku, uns svo fullkomin verk voru gerð sinnar tegundar að leingra varð ekki komist í eina átt; Njáls saga er í rauninni þesskonar toppverk, sérstök hefð hefur náð fullnaðar- þrosk^a, tegundin borið blóm sitt. Fræðimenn Brennunjálssögu hafa þráfaldlega rakið og sundur- greint yrkisefni verksins, sýnt framá ætt þeirra og uppruna, skil- greint notkun þeirra. Kersbergen telur í doktorsritgerð sinni milli 60 og 70 þekt yrkisefni fastmynduð, sameign íslenskra sem erlendra bókmenta, fest á einn þráð í verkinu. í sögunni er berlega gert ráð fyrir því, að áheyrandinn sé ekki aðeins kunnur mörgum persón- um verksins og atburðum annarsstaðar að, heldur viti deili á fjöl- mörgum efnum, mönnum og málum, sem þar eru ekki greind nema með lauslegri tilvísan. Meðal þeirra efna samtímans, sem höfund- ur sniðgeingur nokkurnveginn vandlega eru riddaraleg ástamál. Streingleikur er ekki til í þessu óhemju bölsýna verki um örlög og forákvörðun. Þannig er það ekki yrkisefnavalið, heldur hinn einstæði hæfi- leiki höfundar til að samræma ólík efni, sem kemur upp um snill- ínginn. Bókin verkar sem heild þó auðveldlega megi skilgreina hana smásagnasafn. Brennunjálssaga ber ýmis einkenni hinnar þroskuðu og altaðþví ofþroska byggíngarlistar samtíðar sinnar. Vilji maður skýra fyrir sér byggíngu verksins er gott að hafa í huga gotneska kirkju frá þessum tíma. I slíkum kirkjum er venjulega eitt aðalskip og kemur þverskip hornrétt á það, en hliðarskip eru til beggja handa, með sömu stefnu og ás aðalskipsins, þannig að þau styrkja aðalstefnu kirkjusalarins, ljá honum mælikvarða og efla hann: hann sýnist miklu stærri í samanburði við þessar litlu einíngar. Inní hliðarskipunum er síðan fjöldi sérstæðra kapellna, og uppaf þeim fíngerðir tumar með lauf- skornum brúnum, en á syllum uppí hvelfíngunum, efst í turnunum eða ofaná
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.