Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Síða 65

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Síða 65
MINNISGREINAR UM FORNSÖGUR 55 að leysast upp, aðeins einn djúpur lúður á eftir að falla við aðra tóna, þó svo veikur að maður verður að hlusta vel til að heyra hann. Málum hefur verið skipað að ráðum bestu manna á alþíngi, sæst fullum sáttum, „tókust þeir í hendur Njáll og Flosi, og handsalaði Njáll fyrir alla sonu sína og Kára“: bætur skulu koma fyrir Hösk- uld, féð er lagt fram. En þá reiðir Njáll af hendi kaupbæturnar, baugþakið. Flosi tekur upp þessar kvenflíkur og hlær. Og þá veit maður hvers er að vænta: bros og hlátur er illsviti í íslenskri forn- sögu. Hljómurinn splundrast og snöggþagnar. Hinn djúpi undirtónn örlaganna ymur einn, lúður goðsögunnar, dómslúðurinn. Stormur örlagadramans heltekur áheyrandann, sterkari en nokkur veruleiki, sannari en sagnfræði, maður stendur andspænis almætti hinnar miklu listar. Framundan er Njálsbrenna. 25 Gegnum myrkur lángra alda voru þessar sögur aleiga þjóðar sem þreyði vestur í hafi nær útsloknan, eftilvill í meiri eymd en nokkur önnur vestræn þjóð. Sú öld sem hafði bjargað lífi sínu með því að seljast í hendur erlendu konúngsvaldi gegn loforði um sex skipa siglingu á ári, gaf niðjunum þessa gjöf i vegarnesti á hinni þúngu hraut: fornsögurnar með minníngum sínum um hetjur og örlög bókfestar á sjálfu móðurmáli skáldskaparins. A þessari gjöf nærðist þjóðin. Þessi gjöf var fjöregg hennar, líf hennar í dauðanum. Trúin á hetjuna sem bregður sér hvorki við sár né bana og kann ekki að láta yfirbugast, þessi manndómstrú var okkar líf. í lífsháskum ald- anna var hún aflið sem deyddi dauða okkar. Og málið, hið full- komnasta sem ritað hafði verið á Vesturlöndum, mál sem eignaðist sígild listaverk áður en Evrópa fæddist til menníngar sinnar, það varð gimsteinn okkar. í lægsta hreysi jarðarinnar gaf gömul kona úngu barni gimstein. Þannig varð fornsagan fræið sem átti að lifa, græðlíngurinn í klakaþelanum, sem átti að skjóta sprotum á nýu þjóðvori. Hetjuskáldskapur þrettándu aldar varð uppistaða þjóðar- sálarinnar. Á þeim tímum sem niðurlægíng okkar var dýpst kendi fornsagan að við værum hetjur og kynbornir menn. Fornsagan var okkar óvinnanlega borg, og það er hennar verk að við erum sjálf- stæð þjóð í dag.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.