Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Page 72
62
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
þá mönnum fannst hugmyndir hans vera allt of óáþreifanlegar og ó-
skiljanlegar og skýra lítið hversdagsleg mannleg vandamál. A fjórða
tug þessarar aldar breytast aðstæður Lagerkvists eins og okkar
allra. Honum virðist hin evrópiska þróun með þeirri valdadýrkun
og ofbeldisanda, sem þar er að ná tökum, vera sett til höfuðs heil-
ögustu verðmætum mannkynsins. Nú verðum við að verja okkur af
tvöföldu afli gegn sviksemi lífs-
ins. Vinur hins mannlega er
ekki lengur óskýrt orðatiltæki.
Hann hefur holdgazt í atburð-
um tímans. Skáldið getur nú
beitt vopnum sínum gegn á-
þreifanlegri andstæðing. Þeg-
ar svo langt er komið, eru ljóð
Lagerkvists orðin ennþá her-
skárri en nokkru sinni áður.
Það er ekki lengur hægt að
bregða honum um, að hann
sitji einangraður í fílabeins-
turninum, hátt hafinn yfir
ringulreið bardagans.
I smásögunni „Böðullinn“ (1933; þýdd á íslenzku 1934 af Jóni
Magnússyni og Sigurði Þórarinssyni), sem einnig hefur verið gefin
út sem leikrit, ræðst Lagerkvist heiftarlega á kenningar nasista,
kynþáttakenninguna og stríðs- og ofbeldisdýrkunina.
Á miðaldalegri krá sitja nokkrir hálffullir iðnnemar og iðnsvein-
ar og skrafa saman. En einn út af fyrir sig inni í myrku horni situr
böðullinn í blóðrauðum fötum. Sjálfur mælir hann ekki orð frá
munni. En allt í kringum hann er aðeins rætt um hann og atvinnu
hans, og í laumi gjóla menn hræddum augum til hans. Allir hafa
eitthvað að segja um hið einkennilega vald, sem stendur í sambandi
við snöggan dauða á afiökustaðnum. Menn hvískra um, að ölið á
kránni hafi fengið styrk sinn og góða bragð af þjófsfingri, sem
sótt var frá gálgahólnum. ímyndunarafl allra, blandið hræðslu og
hrifningu, snýst kringum böðulinn og hina hryllilegu atvinnu hans,
kringum gálgann og öxina.
Par Lagerkvist