Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Side 76
66
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
eins og það syngi í atgeirnum. Nú veit Lagerkvist — og einungis
heimskingjar hugsa á annan veg — að hið góða verður að grípa
til sverðsins, það verður að velja ný vopn.
Hinar gífurlegu þjáningar síðustu ára hafa greint gullið frá aurn-
um í sálum mannanna. Við höfum orðið varir við tryggð, fórnar-
lund og hetjumóð, en einnig hik, ragmennsku og hreina sviksemi.
Og því verður kvæði Lagerkvists Ve den som sviker svo áhrifaríkt:
Ve den som sviker sin egen sjal,
hans stam skall förtorka och falla.
Vill du att tradet skall vaxa val,
dess genius má du ákalla.
Fran alla háll kommer vindarnas brus,
smeker och hotar din krona.
Levande trád har sitt eget sus,
det rotlösa intet skall skona.
Ve den som sviker sin egen sjal,
en man, ett folk, ett slákte.
Vakna du skall under stormens hal,
som ántligen grymt dig váckte.
Boðskapur kvæðisins hefur auðvitað almennt, eilíft gildi. En við-
vörun um svik, árið 1940, hlýtur að minna lesandann á það, sem
gerðist 9. apríl og þar á eftir hjá nágrannaþjóðum okkar. Kvæðið
felur í sér hótun gegn öllum svikurum. Það er einn þátturinn í and-
legum landvörnum Svíþjóðar.
í nokkrum ljóðum í „Sáng och strid“ vekur Lagerkvist böðulinn
upp aftur og gerir hann að ímynd hinnar blóðugu samtíðar. Svart-
sýni skáldsins verður stundum svo mikil, að hann sér enga lausn
á öngþveiti lífsins aðra en dauðann. Og í kvæðinu Nu kan ni mig ej
Idngre ná lætur hann dauðann hrósa sigri yfir lífinu:
Nu kan ni mig ej lángre ná,
för jag till döds ár slagen.
Nár hjártat hörde upp att slá
jag bort frán allt blev tagen.