Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Page 77
PAR LAGERKVIST
67
Helt nyss er makt var mycket stor,
nu har den blivit ringa,
för jag pá jorden ej mer bor
och plSgor har jag inga.
Hur litet manniskor förmSr.
I detta nya rike
finns inte langre mina sár
och jag ar ej er like.
Venjulegum dauðlegum mönnum er það sennilega lítil huggun, að
þjáningar þeirra þó endi í dauðanum. En Lagerkvist ber mannkynið
meir fyrir brjósti en einstaka menn. Honum er það aðalatriði, að
baráttunni fyrir mannlegum verðmætum sé sleitulaust haldið áfram,
og að þeim kyndli, sem kveiktur var í upphafi tímans við arinn
menningarinnar, sé ávallt haldið hátt á lofti.TrúLagerkvists á mann-
kynið er þrátt fyrir allt óbilandi, og bún hefur aldrei birzt skýrar
en í kvæði því,'er heitir blátt áfram Mánniskan:
Med handerna knutna i vrede
ligger i graven en man.
Grym ár hans uppsyn, som strede
han an. Det ár mánniskan.
Fast kalk de strött över dragen
han inte förintas vill.
Igen skall han komma i dagen
och visa att han ár till.
Ihop han begravts med tusen
och alla ár liksom han.
Förmultna skall mánnen i blusen,
men aldrig mánniskan.
Ljóðið Drömmar áro vára tankar lýsir hættum þeim, sem oss eru
alls staðar búnar, og gleðinni yfir því að vera einn af hinum þjáða
og stríðandi skara mannkynsins. Þegar maðurinn hefur kastað guðs-
trúnni, verður barátta hans í eyðilegum, fjandsamlegum heimi enn-
þá stórskornari: