Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Side 90
8Q
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
þeirri styrjöld, hrundi fólkið niður úr hungri. Konur, viti sínu
fjær af skelfingu, hrópuðu á strætunum, að varðmenn vopnaðir kylf-
um ætu börn þeirra. Á meðan neyðaróp kvennanna kváðu við í
eyrum skáldsins Guillaume Du Vair, minntist hann skyldu sinnar
við þjóð sína og hóf að rita hin ágætu samtöl sín: Um hugprýði
og staðfestu á tímurn þrenginga lýðsins.
Guillaume Du Vair og Romain Rolland — þessir menn eru sem
hlekkir í liinni gullnu keðju þeirra manna, sem öld fram af öld
hafa tekið upp merki lýðsins, þegar mest lá við.
Sigmund Freud, hinn slyngi sálkönnuður, undraðist mjög mann-
kosti Romains Rollands. „Oviðjafnanlegi maður,“ mælti hann, „hvað
hafið þér orðið að vinna til að ná slíkum þroska?“ Spurningin er
að vísu dálítið út í hött, því að Rolland var engin ráðgáta. Eld-
rnóður hans, gáfur og mannkostir hjálpuðust að að gera úr honum
heilsteyptan mann, sem að vísu varð að búa við allt annað en heil-
steypt þjóðfélag. Aðaleinkenni hans var hugrekki til að aðhyllast
nýjungar, vaxtarvilji. Lífið var honum sífelldur vöxtur og ótæm-
andi aflvaki.
Hann var ekki smeykur við framfarir. Hið eina, sem hann hrædd-
ist, var að standa í stað. „Ég hef aldrei haldið kyrru fyrir, og ég
vona, að til þess komi aldrei, meðan ég lifi. Lífið yrði mér einkis
virði, ef ég mætti ekki halda áfram, beint af augum — og án þess
að sjást fyrir. Þess vegna fylgi ég líka þeim mönnum, sem munu
ráða stefnu mannkynsins í framlíðinni, hinum markvissu, skipu-
lögðu verkamönnum Ráðstjórnarríkjanna. Þeir eru sem óstöðvandi
fljóðbylgja sögulegrar þróunar. Og ég berst með hinni sömu öldu.“
Þróun þjóðfélagshugmynda Romains Rollands, og burthvarf hans
frá inniluktu bókmenntastarfi út í þys baráttunnar gerðist ekki án
efasemda, mjög erfiðrar innri baráttu. Og efasemdirnar, sem hann
yfirvann, vegvillan, sem ætíð endaði á réttri leið, urpu enn meiri
Ijóma yfir hinn endanlega sigur, en annars hefði orðið. Þó er eitt,
sem gengur eins og rauður þráður gegnum allar vífilengjur og
hringsól þessa manns, einkum þó á yngri árum hans: ást hans á öllu
því, sem göfgað getur líf vort.
Að baki öllum hugmyndum hans felst ástin til mannanna. I bók-
inni Sigur hins sanna, lætur hann Adam Lux, postula frönsku bylt-