Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Page 92
BJÖRN BJARNASON:
HEIMSRÁÐSTEFNA
verkalýðsfélaganna
Dagana 6.-17; febr. var í London haldin ráðstefna verkalýðs-
félaga. Ráðstefnu þessa sátu yfir hálft þriðja hundrað fulltrúa frá
43 þjóðum, er fóru með umboð meir en 60 milljón verkamanna.
Til ráðstefnunnar var boðað af Sambandi brezku verkalýðsfélag-
anna (T. U. C.) og annaðist það undirbúning hennar að öðru leyti
en því, að nefnd frá Sovétríkjunum, Bandaríkjunum og Bretlandi,
er kom saman í des. s.l. í London, undirbjó frekar þau mál, er ráð-
stefnan tók til meðferðar, til að flýta fyrir afgreiðslu þeirra.
011 frjáls verkalýðsfélög í heiminum áttu fulltrúa á þessari ráð-
stefnu, að undanteknu öðru sambandi Bandaríkjanna, A. F. L., er
tók þá furðulegu afstöðu að neita þátttöku, þar sem Sovétverkalýður-
inn væri aðili.
Ráðstefnan var tvískipt. Fyrri lduta hennar var aðallega rætt um
þau mál, er snerta styrjaldarrekstur Bandamanna, og voru fulltrúar
hlutlausu þjóðanna þann tíma aðeins áheyrendur.
Höfuð viðfangsefni þess hluta ráðstefnunnar voru, á hvern hátt
verkalýðurinn gæti aukið framlag sitt til styrjaldarrekstursins. En
jafnhliða því að ráðstefnan hét á allan verkalýð að spara ekki krafta
sína, þar til fullur sigur væri unninn, lagði hún áherzlu á, að sam-
tökin yrðu að herða baráttuna fyrir bættum lífskjörum og að út-
rýma með öllu því misrétti, er víða á sér stað innan verkalýðssam-
takanna, þar sem karl og kona njóta ekki sama réttar, og þar sem
gerður er greinarmunur á launum vegna mismunandi kynþátta og
litar.
Varðandi væntanlega friðarsanminga gerði ráðstefnan þær kröf-
ur, að í þeim væri rækilega gengið milli bols og liöfuðs á nazism-
anum og öllum útbreiðslutækjum hans.
Með friðarsamningunum verði lagður grundvöllur að heims-