Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Page 94
84
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
sem gerðar hefðu verið, yrðu aðeins pappírsgögn, ef verkalýðsstétt-
in skapaði sér ekki jafnhliða tæki, sem fært væri um að tryggja
framkvæmd þeirra, en slíkt tæki væri voldugt alþjóðasamband.
í lok ræðu sinnar lagði hann fram nákvæmar tillögur um stofnun
slíks sambands, er byggt væri á fullkomlega lýðræðislegum grund-
velli, þar sem réttur smáþjóðanna gagnvart hinum stærri væri
tryggður og urn leið séð svo um, að stjórn þess hefði möguleika
til að taka skjótar ákvarðanir og fylgja þeim eftir.
Um þessar tillögur urðu miklar umræður, og var það nær óskipt
álit allra, að stofnun slíks sambands væri höfuðnauðsyn.
Það var sameiginleg skoðun, að núverandi ástand í alþjóðasam-
tökum verkalýðsins væri með öllu óviðunandi. Að vísu væri til, að
nafninu, alþjóðasamband, f. F. T. U., en það hefði algerlega brugð-
izt hlutverki sínu, og reynzt með öllu ófært um að rækja meginþátt
þess, verndun friðarins. Var það skoðun margra ræðumanna, að
hefði verkalýðurinn á árunum fyrir styrjöldina átt sér alþjóðasam-
tök, sem voru hlutverki sínu vaxin, hefði ófreskja fasismans verið
kæfð í fæðingunni og þar með komið í veg fyrir ógnir núverandi
styrjaldar. En þessi dýrkeypta reynsla yrði að verða til þess að
ýta til hliðar öllum klíkusjónarmiðum og gömlum ágreiningi. Upp
úr þessari ráðstefnu yrði að vaxa nýtt voldugt alþjóðasamband,
sem fært væri um að leysa þau verkefni, er gamla sambandið kikn-
aði undir.
Frá Sir Sitrine komu einnig tillögur, er gengu í svipaða átt og
tillögur Hillman’s, en þó nokkru skemur.
Niðurstaðan af umræðunum á fundum ráðstefnunnar, og í nefnd,
varð síðan sú, að kosin var 45 manna nefnd. Var við skipun hennar
fullt tillit tekið til nýlendnanna og smáþjóðanna. Allra stærstu sam-
tökin, svo sem Sovétríkjanna, Bandaríkjanna og Frakklands, fengu
þrjá fulltrúa, en smæstu samtökin eins og Island einn fulltrúa.
Þessari nefnd var falið að taka til starfa þegar að lokinni ráð-
stefnunni.
Vald og verksvið nefndarinnar:
a) Að safna ályktunum þessarar ráðstefnu og senda þær til stað-
festingar, og gera skýrslu til næstu ráðstefnu.