Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Side 99

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Side 99
UM UPPHAF ÍSLANDS OG ALDUR 89 Sé betur að gætt og gengið á eitthvert af reglulegu fjöllunum, kemur í ljós, að það er raunar úr tvenns konar efni. Það, sem á- lengdar minnti á grjótlög í vegg, eru hamrabelti, sums staðar margra mannhæða há, úr bergtegund þeirri, er nefnist basalt eða hlágrýti. En „torfstrengirnir“ eru breytilegri að gerð, og efni þeirra er ýmiss konar hörðnuð bergmylsna (leirsteinn, sandsteinn, þursaberg og annað). Víðast hvar munu blágrýtislögin vera þykkari og því aðal- efni fjallanna. Hin lögin eru oft kölluð einu nafni millilög, hver sem bergtegund þeirra kann að vera. Þau eru víða brúnle'f til að sjá, en yfirleitt ljósari og með meiri litbrigðum en blágrýtið, sem er því nær svart. Ennfremur er efni millilaganna ekki eins hart og basaltið og molnar því fyrr og veðrast, svo að þar verða afsleppar syllur eða skeiðar, en snarbrattir blágrýtishamrar bæði fyrir ofan og neðan. Hjálpast því hvort tveggja að, litur og lögun fjallanna, að draga fram lagskiplinguna. Sumar skeiðarnar eru grasi vaxnar og skera sig þá enn betur úr, enda þótt gróðurinn hylji bergtegund ina. Allra bezt kemur þó lagskiptingin í ljós, er nýfallinn snjór ligg- ur á syllunum, en hamrabeltin eru auð og svört vegna brattans. Virðum nú nánar fvrir okkur eitthvert einstakt hamrabelti í slíkri fj allshlíð. Allur fjöldi þeirra er með svipaðri gerð. Efst er blágrýtið víða gjallkennt eða frauðkennt og mjög sprungið og blöðrótt. Um miðbik hamarsins og neðar er bergið heillegra, ýmist samfelld steypa eða diegið saman í lóðrétta stuðla (stuðlaberg). Neðra borð lagsins er sums staðar nokkuð sundurtætt, líkt og yfirborðið, en þar sem samfelld eða stuðluð steypa nær niður úr, er víða rauð gjall- skán á mótum hennar og undirlagsins. Blöðrur og sprungur bergs- ins eru víðast fylltar eða hálffylltar hvítum steinefnum (einkum kalkspati, kvarsi og seólítum). Ekki er um að villast, að þessi þverskurðarmynd, sem ég hef leit- azt við að draga upp í fáum orðum, er af hrauni. Þenna sama þver- skurð getur að líta þar, sem ár hafa grafið sig niður í gegnum ungt hraun með úfnu yfirborði. Eini verulegi munurinn er sá, að gluf- urnar og sprungurnar í ungu hraununum eru tómar. Hvítu stein- efrin hafa ekki haft tíma (né aðrar ástæður) til að myndast í þeim. Hamrabehin í hlíðum „reglulegu fjallanna“ á Austfjörðum, Vest- fjörðum og annars staðar eru ævagömul hraunlög. Þau hafa komið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.