Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Side 101

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Side 101
UM UPPHAF ÍSLANDS OG ALDUR 91 eitla eða hleifa. Slík innskot eru venjulega gerólík blágrýtinu og stinga í stúf við það langar leiðir tilsýndar bæði að lit og gerð. Einkum ber víða mikið á ljósrauðum eða bleikleitum innskotum úr bergtegund, sem nefnist líparít, og öðru skyldu bergi. Mest er af þessum ljósu storkum á Austfjörðum, en þær eru til í öllum lands- hlutum. Austur í Lóni eru stórir hleifar úr eins konar graníti. En það er ljósleit storka, svipuð líparíti til að sjá, en smáyrjótt, þegar að er komið. Þar um slóðir eru einnig stór innskot úr annarri yrj- óttri bergtegund, sem nefnist gabbró. Það er dökkt, og tilsýndar líkist það blágrýti að lit, en gerðin er önnur. Víðar liafa þessar bergtegundir eða afbrigði af þeim fundizt í blágrýtishéruðum lands- ins. Þær bera það með sér, að þær hafa storknað djúpt í jörðu, og koma því aðeins í ljós á yfirborði jarðar, að hið þykka berglag, sem þær storknuðu undir, sé máð burt. En til þess hlýtur að hafa þurft óratíma. Þessar bergtegundir gefa því eindregið í skyn, að jarðmyndun sú, er þær ruddust inn í, sé firna gömul að venjulegu tímatali. Jarðmyndun „hinna reglulegu fjalla“, sem hér hefur nokkuð verið sagt frá, er nú kölluð blágrýtismyndunin. Lögum hennar hallar yfir- leitt dálítið inn í landið, og þar hverfur hún inn undir yngri mynd- anir, sem eru miklu óskipulegri og Eggert kallaði „óreglulegu fjöll- in“.Þessi afstaða blágrýtismyndunarinnar til annarra berglaga sann- ar ljóslega, að hún er elzta rnyndun landsins — undirstaðan, sem allt hitt hefur hlaðizt ofan á. Eftir er að ræða nánar um aldur blágrýtismyndunarinnar, og verður þá eigi komizt hjá að minnast á sambærilegar jarðmyndanir í öðrum löndum. Jarðfræðingar skipta sögu jarðskorpunnar í kapítula eða þætti. Þeir eru fjölmargir, og tekur hver yfir visst tímabil. Hver jarð- myndun er kennd við það tímabil, sem hún myndaðist á. Af berg- tegundinni einni saman eða gerð hennar má sjaldnast marka, á hvaða tímabili hún hefur myndazt. Blágrýti er t. d. algengt í elztu jarðmyndunum, sem menn þekkja, en blágrýtishraun renna einnig á vorum dögum. Langbeztu leiðbeiningarnar um aldur jarðlaga hafa löngum verið — og eru enn — steingervingarnir, sem þau hafa að geyma. En steingervingar eru leifar gróðurs og dýra, sem lifðu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.