Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Page 111
ANDLEG ÞJÓNKUN SVÍA OG SKÁLDSÖGUR ÞEIRRA
101
að vera kunnugt um, að bókaforlög láta ósjaldan fjárhagsleg sjónar-
mið verða ofan á í starfsemi sinni. Verður þá básúnuþytur skrum-
auglýsinga að bæta það upp, sem skortir á listrænt gildi.
Allir sænskir ritdómarar, sem nokkuð kveður að, eins og reyndar
hver einasti sænskur „meðalgreindur bóklesandi með óblindaða dóm-
greind“, munu taka undir dóm 0. J. S. um „Glitra daggir, grær fold“.
Hversu lítið mark hefur í raun og veru verið tekið á þessum „reyf-
ara“ á hinum sænska bókamarkaði árið 1943, verður ljóst af þeirri
staðreynd, að bókarinnar er hvergi getið í því ítarlega yfirliti yfir
sænskar bókmenntir, er birtist á hverju ári í „Svenska Dagbladets
ársbok“.
Aðferð Ó. J. S. að tengja saman bókmenntir og stjórnmál sýnir
að vísu mikla lagni, en varla mun nokkur „meðalgreindur“ lesandi
Tímaritsins taka hana alvarlega. Ekki var það mér mjög lengi „hul-
in ráðgáta“, að Ó. J. S. hafi langað til að nota tækifærið og senda
Svíþjóð stríðsáranna tóninn.
Hér er ekki réttur staður til að ræða hlutleysisstefnu Svíþjóðar.
En mér mun vera vorkunn, þótt mig langi til að svara með nokkrum
orðum hinum móðgandi ummælum Ó. J. S. um land, sem mér er
af eðlilegum ástæðum ekki sama um.
Orð Ó. J. S. um „hina arðvænlegustu hergagnaverzlun“ sýna .
mönnum Svía sem samvizkulausa „stríðsgróðamenn“, blinda fyrir
blóði, sveita og tárum heimsins, gersneydda áhuga á öllu nema arði
sínum. Annars hefur þetta álit á hlutleysi Svíþjóðar náð sínum
mesta blóma í hinum nazistiska áróðri. Sá var nefnilega tíminn, að
þýzk dagblöð kölluðu Svía „svín í samkvæmisfötum“, þegar þeir
neituðu, þrátt fyrir harða áleitni Þjóðverja, að taka þátt í „kross-
ferðinni“ gegn Ráðstjórnarríkjunum.
Svíum hefur — eins og Islendingum — verið hlíft við þeim þján-
ingum, er norrænar bræðraþjóðir vorar hafa orðið að þola. En
við Svíar höfum þó ekki spunnið silki. Landvarnir okkar hafa gleypt
peninga, svo að hundruðum miljóna skiptir. Hermenn okkar hafa
orðið að leggja mikið í sölurnar persónulega. Þannig hafa t. d.
stúdentar margir hverjir orðið að fresta námi, oft árum saman.
Þjóðin í heild hefur orðið að taka upp óbrotnari venjur, sætta sig
við lélegri lífskjör. En við höfum sett sjálfum okkur þessar skorður,