Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Side 114
104
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
þjóð á borð við Svía hefur fá úrræði til að láta til sín heyra. Hún
verður óhj ákvæmilega að láta í minni pokann fyrir hinum sterka
rómi stórveldanna. Eftir undanláti Svía fyrir kröfu Þjóðverja er
munað. En hinu hafa menn gleymt, að Bretar lokuðu á sínum tíma
Burmabrautinni, og hafði það geysimikla þýðingu fyrir hernaÖ
Japana gegn Kínverjum. Það væri annars verkefni samboðið hæfi-
leikum 0. J. S. að rannsaka sambandið á milli lokunar Burmabraut-
arinnar annars vegar, og „andlegrar þjónkunar“, „smámennsku“
og „niðurlægingar“ hinsvegar, eins og allt þetta hlýtur að hafa
endurspeglazt i bókmenntagæðum brezkra skáldsagna frá umræddu
tímabili.
Það er ofur skiljanlegt, að áróðursvél Bandamanna geti hitnað
um of og heilbrigð dómgreind forvígismanna hennar brugðizt vegna
taugaæsingar stríðsins. En með hlutlausum þjóðum — einkum í
öðru norrænu ríki — ættu menn þó að geta dæmt af meiri sann-
girni og skilningi um afstöðu og breytni Svía.
Menn hljóta að vera Ó. J. S. sammála um, að það er leiöinlegt,
hve fáar verulega góðar sænskar bækur hafa veriö þýddar á íslenzku
að undanförnu. (Þetta er ekki andlegri þjónkun, smámennsku og nið-
urlægingu Svía að kenna!) Þó er hægt að benda á tvær slíkar bækur,
sem sé „Götuna“ eftir Ivar Lo-Johansson og „Eiginkonu“ eftir
Vilhelm Moberg, en báðar hafa nýlega verið þýddar á íslenzku.
„Gatan“ kom út í Reykjavík árið 1944, og „Eiginkona“ er nú prent-
uð sem framhaldssaga í Tímanum. Hér er um að ræða rithöfunda,
sem báðir hafa náin kynni af vandamálum samtíðar sinnar. Lýs-
ingar Ivars á lífskjörum hinna verst settu sveitaverkamanna hafa
haft í för með sér raunhæfar þjóðfélagslegar endurbætur. A hinn
bóginn hefur Moberg í bókinni „Rid i natt!“ hafið upp merki frels-
isins með þeim hætti, að vel stenzt samanburö við „Niels Ebbesen“
eftir Kaj Munk. „Rid i natt!“ fjallar um sænska bændur, sem um
miðja seytjándu öld háðu frelsisbaráttu gegn óðalseigendum af að-
alsættum, þegar þeir herrar reyndu að hneppa bændur í þrældóm
að þýzkum sið, enda voru margir aðalsherrarnir þýzkir að ætt
og uppruna. Þetta er söguleg skáldsaga. En enginn „meðalgreindur
bóklesandi“ er þó í vafa um, að höfundurinn hefur nútímann í
huga: bókin er heiftúðleg sókn gegn ofbeldisdýrkun nazismans. Bók