Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Síða 116

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Síða 116
JÓN ÓSKAR: Ég hef gleymt einhverju niðri Einu sinni bjó ég niðri í kjallara í slæmu herbergi. Vinir mínir komu þá oft og heimsóttu mig og við vorum ágætir félagar, ég get ekki neitað því. En nú er ég kominn upp á þriðju hæð og bý í prýði- legu herbergi. Þá er þar til máls að taka, að ég var búinn að græða mikla peninga og var orðinn svo nískur, að ég tímdi ekki lengur að lána vinum mínum túkall, nema ég fengi rentur. Ég var með lífi og sál í gróðabrallinu. Ég fór á fætur snemma á morgnana til að græða. Ég hafði úti allar klær, beitti allskyns brögðum og sópaði að mér peningum á báða bóga. Það sem máli skipti í heiminum voru peningar. A kvöldin reiknaði ég út gróða dagsins, eftir því sem næst varð komizt, og sjá, það var harla gott. En er þetta nú heiðar- legt? spurði ég sjálfan mig, og fór að hugleiða, hvernig ég prettaði fólk, og hversu ég mældi fólkið út í peningum. En hvernig sem ég velti þessu fyrir mér, komst ég ævinlega að þeirri niðurstöðu, að þetta væri mjög heiðarlegt og réttlátt, því að í þessum heimi gildir ekki annað en berja á nasir meðbróður vors, áður en hann hefur barið á vorar eigin nasir. En nótt eina sit ég í herbergi mínu, þreyttur eftir gróðabrall dagsins, hugsandi um ýmislega hluti. Og þá er það skömmu fyrir miðnætti, að mig grípur einhver óhugur, og hvernig sem ég fer að, tekst mér ekki að vera rólegur, heldur fer ég að titra og einhver ólýsanleg martröð nær tökum á mér, fyrst á fótunum, eins og ég hafi náladofa, nær síðan tökum á höndum mínum, læðist hægt upp- eftir mér, nær tökum á hálsioum, svo að ég ætla að kafna, leggur undir sig allan líkama minn, neðan frá og uppúr, grípur um tungu mína og fær útrás í þessum orðum, sem ég hvísla, þar sem ég sit við borðið og titra: Ég er einn. Furðulegt að sitja í herbergi sínu og hvísla: Ég er einn. Ég sit gegnt dyrunum í herbergi mínu, en rétt við dyrnar hangir mynd af stúlku, en það sem gerist er ekki í því fólgið, að myndin
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.