Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Side 118
108
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
innar, fram hjá ótal húsum, alla leið niður að höfninni, alla leið
niður á bryggjusporð. Vitanlega. Og nú halda menn, að kistunni
hafi verið fleygt í sjóinn, en það var nú ekki.
Þarna er nefnilega skip ferðbúið.
Það á að flytja líkið út á skipið, og skipið fer með það eitthvað
burt. Vitaskuld.
Þarna taka þeir kistuna og flytja hana út á skipið og geislarnir
frá skipsljósunum kastast niður á hana og það fer hrollur um mig
að horfa á þetta í næturmyrkrinu og ég sé, að maðurinn horfir líka
á þetta.
Þei, þei, hvað er það, sem rýfur kyrrðina?
Vitanlega, það er skipið, sem er að leggja frá. hvað annað?
Þá gerist það, að yfirþyrmandi spurning stígur til mín út úr
myrkrinu, sveiflar sér háðslega inn í mig og tyllir sér þar og fer
ekki aftur:
Hvað er í kistunni?
Og þegar þessi spurning hefur hertekið mig, þá er það skipið,
sem kyndir burt í myrkrinu. Það hefur mikið af Ijósum, en það
fjarlægist meir og meir.
Hinn svartklæddi hópur gengur upp bryggjuna og fer eitthvað
inn í borgina.
Þarna stendur maður.
Af hverju hypjar hann sig ekki líka?
Jú, það er af því, að hann þarf að ganga fram á bryggjusporð
og horfa á eftir skipinu.
Ég er taugaóstyrkur.
Ég er svo taugaóstyrkur, að ég er alltaf eitthvað að fikta í hægri
jakkavasanum og nú dreg ég kvensokk upp úr vasanum, og hvernig
sem á honum stóð í vasa mínum, þá bregð ég honum nú upp að
vitum mér, og þá sveiflar hin mikla spurning sér út úr mér og ég
er laus við hana, og hef uppgötvað hvað er í kistunni.
Það er kona.
Nei, annars, það er ekki neitt sérstakt, bara lík.
Vitaskuld.
En meðan ég stend þarna og sveifla kvensokknum fyrir vitum
mínum og horfi á manninn, þar sem hann stendur á bryggjusporð-