Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Page 120
110
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Heyrðu góði, sagði maðurinn, viltu ekki fylgja mér heim, hvar
á að fara heim?
Við skulum athuga málið, sagði ég, feginn að þurfa ekki að húkka
hann upp úr sjónum.
Síðan sagði hann mér götunafn og líka húsnúmerið. Hann mundi
það varla.
Við héldum af stað.
Þá er þar næst til máls að taka, að við sitjum í herbergi manns-
ins í einhverri kjallaraholu þar sem rotturnar gengu út og inn eins
og menn ganga út og inn um skrifstofudyr.
Það kom í Ijós, að ég hafði' reiknað manninn skakkt út, því að
ég hafði haldið hann þumbaralegan í viðmóti, en eftir allt saman
hafði hann mikið að segja og var skemmtilegur í viðmóti, það kom
í ljós, þegar við vorum komnir inn.
Þá hugðist ég veiða upp úr honum hina sorglegu ástarsögu.
Hann settist niður öðrum megin við borð, sem var á miðju gólf-
inu, og lét mig setjast beint á móti sér og svo teygði hann armana
yfir borðið og lagði þá vingjarnlega á herðar mér.
Þegar hann hafði gert þetta, lygndi hann aftur augunum og fór
að syngja „Allt eins og blómstrið eina“, tók hægri hönd af öxl mér
og sveiflaði eftir hljóðfallinu. Þegar hann var búinn að syngja,
horfði hann á mig og riðaði ofurlítið til höfðinu, en það var sama,
ég gat ekki annað en horft í augun. Það voru þau voðalegustu augu,
sem ég hef nokkurntíma séð.
Hann sagði: Það er viðkunnanlegra að syngja, finnst þér það
ekki?
Jú, sagði ég, það er viðkunnanlegra. Heyrðu, segðu mér eitthvað
um þetta.
Hvern djöfulinn á ég að segja þér, elsku vinur? spurði maðurinn
og slengdi hægri hendi á vinstri öxl mína.
Þeir voru að flytja líkkistu, sagði ég varlega.
Heyrðu, elsku vinur, sagði hann, hvern djöfulinn varðar okkur
um, þó að þeir flytji líkkistur? Bara að þeir flytji nógu mikið af
líkkistum og það sé lík í hverri kistu: Þá flytja þeir líkkistur, sem
ekki eru í líkkistunum, og öllum líður vel, ha.
Ég var í dálitlum vandræðum yfir þessu svari, því að mér fannst