Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Page 125

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Page 125
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 115 Undir óttunnar himni Guðmundur BöSvarsson: UNDIR ÓTTUNNAR HIMNI. Ljóð. Útg.: Heimskringla, Reykjavík 1944. 74 bls. GuSmundur Böðvarsson skáld hefur sent frá sér fjórðu ljóðabók sína, og ber hún heiti það, sem að ofan greinir. 1 bók þessari eru 21 kvæði, og eru mörg þeirra alllöng. Nokkur þessara kvæða minnist ég að hafa séð á prenti áður eða heyrt. Meðal þeirra er kvæði það, sem skáldið las upp á listamannaþinginu 1943, og nefnir Jólakort jrá 1910. Langflest kvæðanna hafa þó ekki áður komið fyrir almenn- ings sjónir. Guðmundur Böðvarsson hefur verið mikill afkastamaður í ijóðagerðinni og á vonandi margt óort, því að hann mun ennþá á léttasta skeiði. Hann tók sér sæti meðal góðskáldanna þegar er hann sendi frá sér fyrstu ljóðabók sína, og var það mjög að vonum, því að ljóð hans hafa ávallt verið vönduð og form- fögur. Ilann virðist hafa mjög næmt brageyra og málkennd, svo að varla má finna nokkurn blett né hrukku á kvæðum hans að því leyti, og hann á þannig mjög auðvelt með frumatriði íslenzks skáldskapar, sem ýmsir skáldbræður hans hafa fyrr og síðar strítt við. Honum virðist næstum of auðvelt að yrkja, því að stirðkvæðu skáldin hafa oft lært sitthvað af erfiðleikum sínum. Kvæðaform Guðmundar er mjög ljóðrænt, enda þótt efni margra kvæðanna í þessari bók séu vandamál og ógifta samtímans, sem í fljótu bragði mun virð- ast, að ekki eigi vel við fíngert og viðkvæmt ljóðform. Sums staðar má finna ættarmót við annan eldri kveðskap, einkum í bygg- ingu þessara kvæða hans, en ég ætla, að sá skyldleiki sé þó varla til lýta, enda eru sum yrkisefnanna tekin skemmtilegum og persónulegum tökum. Þá skal minnzt á efni þau, sem orðið hafa Guðmundi Böðvarssyni hug- stæðust, orðið honum að ljóði. Efni þau, sem hann velur sér að yrkja um að þessu sinni, skipta alla menn máli, þó að skáldið leggi að vísu á þau sitt sér- staka mat eða skilning. Þau eru ort fyrir alla, hversu sem skáldinu kann að finnast þau líf af sínu lífi. Að baki margra þessara kvæða má greina stríðið, sem geisar, með hryðju- verkum þess og harmsögum. Áhrif þessa mikla harmleiks ná til skáldsins um langar leiðir. Slíkur er næmleiki þess. Það hefur auðsjáanlega verið þjáningabróðir þeirra, sem voru kúgaðir og píndir við mörg fjöll og strendur, og það hefur einnig fylgt herjum og barizt á mörgum vígvöllum á sama tíma og bóndinn sinnti bústörfum sínum í íslenzkri sveit. Ilvergi kemur þetta skýrar fram en í kvæði, sem nefnist 1943. Vegna þeirra ógangna, sem mannkynið virðist komið út í, lítur skáldið til forfeðra þess, hinna vesölu, en grimmu frummanna, og yrkir kvæði eins og / liátíSasal og NegraþorpiS, sem kann að virðast all-fjarsótt efni. I þessum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.