Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Side 6

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Side 6
68 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 30. marz, aldrei liafa á alþingi íslendinga setið menn jafn litlir fyrir sér sem hinir 37 eða jafn sljóir fyrir virðingn þjóðar sinnar. Aldrei hefur illur málstaður verið varinn með eins óhreinni tungu og atlantshafsplaggið, utan þings og innan, dag- blöð stjórnarflokkanna aldrei sem dagana síðan 30. marz lagt eins að sér að gera svart hvítt, telja þjóðinni það vemd sem er henni lífsháski. Aldrei hefur íslend- ingum verið boðið upp á jafn heimskulegan málflutning, jafn augljósa blekkingu. Hinn 30. marz var reitt hátt til höggs við þjóðina. Það átti augsýnilega að beygja hana í duftið, auðmýkja hana og hræða, en jafnframt hefna sín, hylja yfir sekt og hræðslu. En höggið var reitt of hátt, svo það mistókst, eftirminnilega, varð hlálegt, uppljóstrun en ekki ráðning. Og því varð svo að gerðist annað þennan sarna dag: Þjóðin vaknaði við kylfuna, þúsundir hennar; leit eins og skyndilega upp frá önn sinni og hversdagsstarfi og sá í snöggu leiftri, eins og ægiskærri birtu, hvert hún hafði verið leidd og hver háski henni er búinn. Vissulega er í svipinn myrkt um að litast í íslenzku þjóðfélagi, hætta í hverju spori og hverskonar álagna og ofbeldis að vænta af þeim sem nú fara með stjórn og þykjast geta skákað í skjóli erlends hróksvalds. En um leið og þjóðin vaknar og sér hvar hún er stödd er hálfur sigur unninn. Hún er ekki sjálf úr sök. Hún hefur látið blekkjast, látið peningaflóðið blinda sig, trúað bröskurum fyrir lífi sínu. Og hún á ekki þá afsökun að hún hafi ekki verið vöruð við. Fjölmargir þjóðhollir íslendingar hrópuðu á skilning hennar fyrir kosningarnar 1946. En hún lét strá ryki í augu sér og sá ekki hættuna. Nú sjá þúsundir sem þá kusu í blindni að frumatriði stjórnmálabaráttunnar í landinu er að þjóðin bjargi lífi sínu úr höndum þeirrar ríkisstjórnar sem með völd fer og þess þingmeirihluta er hún styðst við, frumskilyrði þess að hún geti rétt við hag sinn og staðið á rétti sínum út á við og unnið sjálfstæði sitt. Og kannski er ekki eins myrkt framundan og sýnist í svip. Gleymum ekki að við lifum á öld hins sigrandi sósíalisma, öld hinnar miklu frelsisbaráttu mannkynsins, er hver undirokuð þjóð af annarri myl- ur af sér hlekki auðvaldsins. Atlantshafssáttmálinn getur fyrr en varir verið orð- inn einskisnýtt pappírsgagn. Bandaríkin er ekki allur heimurinn, þótt þau kasti glýju í augu fávitra, auðvaldið er ekki lengur sterka aflið í heiminum, heldur sem hrörnaður öldungur, valtur á fótum. Friðarvilji þjóðanna á heimsmælikvarða hefur aldrei verið líkt því eins máttugur, þótt þið heyrið það ekki í ríkisútvarp- inu eða sjáið í borgarablöðunum. Hvert friðarþingið er háð af öðru, en máttugast þeirra alþjóðaþingið í París 20. marz s.l. með fulltrúa fyrir yfir 600 miljónir manna, eða nærri þriðjung allra jarðarbúa. Stríðsæsingamennina vantar ekki hershöfðingja, ekki stimamjúka stjórnmálafauska er fljúga aftur og fram um auðvaldsheiminn til að berja stríðsbumbur, ekki keypta loddara til að rita skjálf- andi hendi undir árásarplögg. En þá vantar hermenn til að berjast fyrir sig. Og þeim er fullljóst að alþýða Evrópu er staðráðin í að selja ekki blóð sitt fyrir ameríska dollara. En að friður haldist í heiminum, það er Islands mikla von. Undanfarið hafa braskaramir sett svip sinn á íslenzkt þjóðlíf. Síðan 30. marz er hafið tímabil nýrrar sjálfstæðisharáttu á Islandi. Við heyrum aftur slá Iijarta þjóðarinnar heitum örum slætti. Kr. E. A.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.