Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Síða 11

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Síða 11
UMMYNDUN Á ÚTIDYRAÞREPUM 73 hnykkjum hins knæfa skemmtunarmanns, enda ekki ætlunin að rekja hana að ráði. Eitt er annað í listrænu fari Þórbergs, sem gaman er að minnast á, en torvelt mun vera að skilja nema við skin af ímynd sveitabónda, sem hvaðvetna dafnar í skjóli hans, hvort sem er runnið upp af góðum rótum eða illum, en það er hinn undarlegi vöxtur, er alla jafna hleyp- ur í það, er hann hefir með höndum. Einu sinni var það, að hann þótt- ist þurfa að skrifa bréf og heldur að vanda til þess en hitt, og jafn- skjótt sem hann hafði sig upp í það að byrja á því, tók það til að þrútna mjög og snerist von bráðara upp í stórkostlegustu stílæfingar, er menn viti dæmi til, en sem þær geiigu vel, sem vænta mátti, því að nóg var efnið til í minningum og ímyndunum og „heimspekilegum vanga- veltum“, gerði hann sér lítið fyrir og stjakaði sjálfum Goethe gamla til hliðar, með óþarflega alþýðlegum orðum, ef til vill, og tók að ráðast á sjálfar máttarstoðir samfélagsins, auðvald og trúarbrögð, með hin- um hnæfilegustu orðum, greiddi léttilega úr vandamálum jafnaðar- stefnunnar, sem enn vefjast þó fyrir ósnjallari mönnum, þandi sig og þandi, unz hann stóð að lokum kotroskinn frammi fyrir hástóli drott- ins alls herjar og kom honum til að játa, að honum hefði aldrei dottið í hug mjög einfalt ráð til að ráða fram úr öllum vanda, og hefðu menn þó haldið, að hann væri „hugkvæmur í bezta lagi“, sem einu sinni þótti mikill kostur. Þá var það öðru sinni, að hann tók að kenna mönn- um auðlærðasta mál heimsins og samdi kennslubók í því skyni, og var hún áður en lauk orðin fjögur bindi með því móti raunar, að annar maður lagði til eitt. Utrás þessa undarlega vaxtar getur að vísu orðið krókótt með köflum, enda er slíkt eigi ótítt um leiðir sveitamanna, svo sem varð í bókinni um Viðfjarðarundrin, þar sem laust hafði orðið um samskeyti listar og fræða svo mjög, að gáfaður maður á Vestfjörð- um sá þann leik á borði að gera tvær bækur úr einni með því að taka hníf og skera hana sundur eftir endilöngum kili um áðurnefnd sam- skeyti og gefa kunningja sínum skáldlega hlutann, að því er fréttist síð- ar. Slík brotalöm á skemmtun Þórbergs er þó hrein undantekning. Hitt er reglan, að hún renni fram eins og fljót, er tekur við ám og lækjum úr öllum áttum og af ýmsu tagi og vex og vex, og flæði svo yfir mann eins og Blanda skáldskapar og veruleika, og er því ekki að furða, þótt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.