Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Side 12

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Side 12
74 TÍMARIT MÁLS'OG MENNEMGAR honum hafi aldrei verið um Goethe; það er svo sem alkunna, að skáld eru frábitnust þeim, er þau líkjast helzt að einhverju leyti. Til þessa vaxtarmagns í listamannseðli Þórbergs á það sjálfsagt ræt- ur að rekja, að hann hefir snúið baki við bundnu máli og horfið að því að. skemmta með æfisögum. Bundið mál þrengir að, en æfiþráður er undanlátssamur, enda spunninn af margvíslegum toga. Sögur Þór- bergs af sjálfsæfi hefðu sjálfsagt orðið honum ótæmandi uppspretta endalausrar skemmtunar, ef ekki hefði runnið saman við hana enda- laus æfisaga annars manns, Árna prófasts, er hann hefir nú skemmt með um hríð, en þess er að vænta, er hana þrýtur, að hann taki þar tilj er fyrr var frá horfið, og reki þá enn lengra eiginsögu. Mætti þar af verða góð skemmtun, ef honum verður þá ekki brugðið frá því, sem fyrri var. Á því er víst ekki heldur mikil hætta. Mannseðli Þórbergs stendur sjálfsagt á furðulega mögnuðum stofni ekki síður en listamannseðli hans og er því ekki auðsveipt breytiiigum. Kostirnir við kostulega skemmtun hans eru líklega ekki hvað sízt í því fólgnir, að á sálnaflakki hans um þríhyrnda krákustíga listar hans „frá himnum yfir jörð og niður í víti“, frá hinmurn hugsjónanna yfir jörð hversdagsleikans og niður í víti mannlegrar eymdar og fávizku og ójafnaðar, hefir fer- hyrnd niðurstaða sjálfs hans aldrei látið undan. Listamannseðli hans og mannseðli standast á eins og þríhyrningur við ferhyrning. Það er örðugur leikur að koma hornum þeirra saman öllum; þau skjóta sífellt skökku við hvert öðru. Þríhyrnt geðslag listamanns veit upp og niður og út og fær ekki samrýmzt við ferhyrnda skynsemi sveitabónda, er allt jafnt stendur á verði gegn veðri af öllum höfuðáttunum fjórum, og verður af sífelld spenna, en slík spenna er einmitt einkenni Þórbergs sem skemmtunarmanns, og það er, sem betur fer, ekki runnið af hon- um enn, þótt hann sé nú sagður sextugur. Líklega er þó eitthvað bogið við það, því að ekki er að sjá á honum ellimörk. Hann er enn að sjá andlega sem líkamlega jafn-borubrattur og beinn og fattur og líklegur til að „snýta sér á skýjunum“ sem áður, þá er hann var ungur, en á hinn bóg- inn munu þó finnast heimildir fyrir því, ekki öllu lakari en önnur söguleg gögn eða til dæmis hversdagslegar sannanir fyrir öðrum „dularfullum fyrirbrigðum“ eða draugasögum, að hann hafi orðið sextugur þegar í fyrra, og raunar skiptir það ekki miklu máli. Ekki er rnark að ártölum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.