Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Side 38

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Side 38
100 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR língar og hópar, að ekki væri öllu meiri ástæða að setja saman enn eina lýsíngu hans hér en þó farið væri að lýsa Austurstræti. Er þar skemst frá að segja að tvent í hellinum bendir til að hér hafi menn verið á vist, fyrsta, hleðslan sporöskjulagaða, tæpir tólf metrar á leingd en varla nokkursstaðar metri á hæð, á að giska tíu dagsverka starf; og annað, leifar af beinahrúgu utanvið hleðsluna, og eru þessi verksum- merki hvorutveggju í afhelli öðrumegin aðalhellisins; í afhelli hinu- megin eru síðan leifar annarrar beinahrúgu. Fyrirbrigðið sem mér finst einna dularfylst í sambandi við þessar minjar í hellinum er það að þær skuli aldrei hafa verið grannskoðaðar af fornleifafræðingum eða öðrum sem hafa gert sér athuganir fornra efna að starfi, svo fyrir bragðið er hvergi hægt að finna um hellinn fróðleik sem reistur sé á vísindalegri athugun þeirra ummerkja sjálfra sem í honum eru og skynsamlegri niðurstöðu af henni, heldur er mest- alt sem um hellinn er ritað fult af æfintýralegri þvælu bygðri á niður- stöðum sem menn hafa komist að fyrirfram af því að lesa þjóðsögur og trúa þeim einsog börn; finst manni þó að heldur skjóti skökku við hjá fræðimanni að byrja skoðun sína á staðháttum í Surtshelli með þeirri fyrirframvissu að þetta sé „útilegumannabygð“ og álykta síðan samkvæmt því um alt sem ber fyrir augu. Fer að verða í síðuslu lög að rannsókn sé gerð á minjum hellisins, þar sem beinin eru nú að smá- myljast oní hellisgólfið af örtröðinni, enda sumt þeirra svo mornað að þau sáldast niður ef komið er við þau. Auk þessa hafa minjaleitar- menn haft á brott með sér flest stærri bein, stórgripahraun og hnútur. Undir hellu sem fallið hafði úr hvelfíngunni fundum við þó í sumar allstóran hluta úr stórgripshnútu með greinilegum fleti eftir öxi, og enn má finna bæði hrossrif og nautgripa á gólfinu, slitna hrossjaxla fundum við líka, svo sýnt er að ekki hefur verið lifað hér á tómu lambakjöti. Mér finst líklegt að sjá megi af gömlum beinum hvort þau hafa verið soðin eða ekki, en ekki hef ég feingið þeirrar listar að greina þar á milli, hitt undrar mig að fróðir menn skuli hafa getað stilt sig að gera rannsóknir á surtshellisbeinum. Fróðlegt væri að vita hvort leifar annarra beina en sauðfjár, nauta og hrossa fyndust hér, t. d. svína, einsog fundist hafa sumstaðar í íslenskum rústum fornum, mundi slík rannsókn eftilvill hjálpa til réttari ágiskana um aldur þess- arar vistarveru.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.