Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Blaðsíða 47

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Blaðsíða 47
LÍTIL SAMANTEKT UM ÚTILEGUMENN 109 Þó við legðum Grettis sögu á hilluna í þessu máli, en hugsuðum okkur að samt sem áður hefði einhver sekur maður í fornöld tekið sig til og lagst þarna í fjallið, hverjar horfur mundu hafa verið á því fyrir hann að geta dregið þar fram lífið? Hann verður að byrja á því að draga að sér eitthvert efni til húsagerðar þarna efra og koma sér upp skýli, erfitt verk sekum manni við þjóðveg í miðri sveit, enda vandséð hvað hann væri betur kominn með kofa sinn þar uppi en á láglendinu. Þarna er hægt að sækja að manni úr ýmsum áttum, og næsta ólíklegt að bygðarmenn hefðu látið hann hafa næði til að koma sér upp vistarveru áðuren þeir hefðu heimsótt hann. Gerum samt ráð fyrir að honuin hefði tekist með hjálp hollvina úr grendinni að koma sér upp skýli í fjallinu, en hvernig átti hann að afla sér viðurværis? Hann hefði orðið að smala heimalönd manna kríngum fjallið, og hlaupa uppi fé einsog sagan segir, því hvergi hefði hann getað rekið í rétt, lóga síðan fénu þar sem hann náði því og bera skrokkana upp fjallið. Ég er hræddur um að hann hefði ekki farið margar slíkar ferð- ir, jafnvel ekki á vorum dögum þegar sveitamenn eru þó sagðir mun óherskárri en í fornöld. Að vísu er kanski ekki frágángssök vöskum manni að bera sauðarföll upp fjallið, gerum ráð fyrir að hamíngjan hefði verið fjallbúanum hliðholl, og hann hafi getað annast þessa aðdrætti að næturlagi um haust. En þegar á að fara að matbúa uppí fjallinu vandast.málið. Því hvar er eldiviðurinn? Og vatnið? Ég sé ekki betur en maðurinn yrði að slíta í sig ketið hrátt einsog krummi þarna í fjallsufsinni. Ég held að svona óklókur maður feingi ekki stund- að útilegumannsköllun sína nema part úr sólarhríng áður en bændur flyttu hann á burt — sem kleppsmann. Grettisbyrgi í Axarnúpi er skrýtið mannvirki. Uppí miðjum núpnum, í kverk sem verður milli hlíðarinnar og standkletts, er sporöskjulöguð grjóthleðsla, rúmlega mannleingd, vegg- irnir vel hnéháir, en yfir sporöskjuna þvera hafa verið lagðir nokkrir ferstrendir stuðlabergsdraunglar, fimm eða sex að mig minnir, en einum er búið að ýta útaf, kanski einhverjir hafi verið að reyna afl sitt á honum. Trúað gæti ég að steinarnir í „áreftinu“ væru hver um sig nær hálfu tonni á þýngd, sá mesti jafnvel meira. Nokkrir menn saman hafa hlotið að hjálpast að því að draga steinana híngað utanúr brattri urð- inni, hvernig sem það verk hefur verið unnið, og koma þeim fyrir á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.