Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Page 48

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Page 48
110 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR sínum stað. í byrginu er ekki hærra undir loft en svo að maður getur setið álútur uppvið dogg inst, þar sem hæst er. Þessi grettisbústaður liggur einsog Grettisbæli á Mýrum við þjóðveg í miðri sveit, úr kverk- inni þar sem byrgið stendur sér á tvo vegu yfir gróðursælt undirlendi Axarfjarðar. Það er erfitt að fá íbúa héraðsins til að ræða um þetta mannvirki á öðrum grundvelli en þeim að þarna hafi Grettir skilið eftir nafnspjald sitt, og þeir búa sér til ýmiskonar kenníngar um hvernig á því muni standa að dvalar Grettis hér skuli ekki getið í sögu hans. Þegar grein- argóður bóndi í nágrenninu var spurður hvert hlutverk hann mundi ætla byrginu ef slept væri öllum hugmyndum um Gretti í sambandi við það, hugsaði hann sig fyrst um og gat sér þess síðan til að byrgið væri verk smalamanna. Sömu rök leiða til þess sem á Mýrum að ekki er hugsanlegt að héðan hafi verið stundaður útileguþjófnaður, aðeins hefur fjall þetta það umfram Fagraskógarfjall að þarna eru leifar mannaverka þó lítilfjör- leg séu. Liggur næst að geta sér til að „mannvirkið“ sé einhverskonar varðbyrgi, annaðhvort manna sem gættu hér búfjár í högum ellegar njósnara vegna flokkadrátta innanhéraðs. Mannavist er óhugsanleg í byrginu til lángframa, en nestaður maður gæti í öllu sæmilegu hafst þarna við í nokkurn tíma og jafnvel búið um sig í húðfati í byrginu. Vígi er þarna ekki, auðvelt að gánga upp urðina úr ,mörgum stöðum í senn, leiðin upp að byrginu ekki nema steinsnar. Sennilegast þykir mér að þetta mannvirki sé af því tagi sem nefna má tilbúnar fornminjar, en það var mikill siður áður fyr að menn bjuggu til alskonar jarteikn meira af laungun til að sanna hluti sem gætu liafa verið, og æskilegt var af trúarástæðum að verið hefðu, held- ur en af falsnáttúru í þeim skilníngi sem nútíminn leggur í fals. Ekk- ert var á miðöldum algeingara en slík framleiðsla tilbúinna sönnun- argagna, flestallar helgar leifar dýrlínga eru þannig til orðnar og ógrynni af helgum bókmentum, ættartölur svo sem áður er getið, svo og lögfræðilegar höfuðstoðir veraldarvalds kirkjunnar á miðöldum, donatio Constantini og „fölsku dekretin“, — alt tilbúið af fróðum mönnum í góðri meiníngu, af því það sem þessum hlutum var ætlað að sanna hefði getað verið satt og studdi dýrmætan málstað. Frægt dæmi slíkra hluta frá vorum dögum, og á hvers manns vörum þetta
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.