Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Side 51

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Side 51
LÍTIL SAMANTEKT UM ÚTILEGUMENN 113 líkamsatgervi fornmanna að gera okkur nokkurnveginn raunhlíta mynd af útilegumanni sem kemur ofan einstigið niður í Drángeyarfjöru í kríngum 1030, þá sjáum við fyrir okkur lítinn, skinhoraðan, hjólfætt- an öldúng, með líkama mjög úr lagi geinginn af vaneldissjúkdómum og gikt, sem íþróttamenn okkar nú, úngir, fríðir og hraustir, mundu horfa á af ekki eintómri virðíngu og jafnvel meira en lítilli ótrú. Þetta er sumsé Grettir hinn sterki Asmundarson vor samlandi. En við skulum ekki þvertaka fyrir neitt, við skulum ekki gera gamla manninn afturreka úr því hann er kominn hér oní fjöruna, „kuflklæddur og gyrður í bræk- ur, með fitjaða saman fíngur“, við skulum gefa honum sjansinn. Virðum nú sjálfan Drángeyarþátt fyrir okkur í sjónhendíngu. Grettir leggur á stað frá móður sinni að Bjargi með allmikið reiðu- fé við belti, en í stað þess að verja fénu til farníngar sér til dæmis á vit frænda sinna ríkra austan hafs kaupir hann sér fyrir það far — útí Drángey á Skagafirði í vetrarbyrjun. Auk bróður síns, átján ára pilts sem móðir hans hefur feingið honum til fylgdar, tekur hann í félag sitt geipandi flækíng sem þeir rekast á uppi á heiðum, Þorbjörn glaum, síðar í sögunni nefndur aðeins þrællinn Glaumur, hvað sem höfundur á við úrþví bersýnilega er um frjálsan mann að ræða þó gaungumað- ur sé. Þessum ómerkíngi sem kynnir sig að flysjúngshætti við þá bræð- ur frá upphafi trúir Grettir óðara fyrir lífi og limum þeirra. Grettir liggur þrjú ár í eynni. En þó tekið sé fram í sögunni að „skip var ekki hjá þeim“ tálmar það honum ekki að skreppa á land til að vinna frægðarverk ef svo ber undir, einsog þegar hann fer til héraðs- móts í Hegranesþíngi til að sigrast þar á mönnum í íþróttum vorið eftir komu sína í eyna. Um þessa för hans úr eynni til lands segir að- eins svo í sögunni: „Eftir það fór hann á land og aflaði það er hann þóttist þurfa.“ Og „Grettir fór aftur til Drángeyar" er alt og sumt sem segir af för hans frá íþróttakepni í Hegranesi fram aftur í eyna. Bát- leysið kemur ekki að sök fyren eldsóknin ásamt sundafrekinu verður tindur frásögunnar. Látum nú svo heita að hegranesþátturinn með íþróttunum sé ein af þeim sagnfræðilegu skekkjum, villum og fölsunum sem ýmsum undra- fyrirbrigðum tuttugustu aldar, ágætum frændum vorum, verður svo tíðrætt um í útgáfum sínum af þessu óvenju óáreiðanlega sagnfræðiriti. Aungvuaðsíður beitir þó höfundurinn raunsæisaðferðinni í lok sama 8
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.