Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Qupperneq 54

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Qupperneq 54
116 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR mönnum að komast af með minni híbýlakost og verkfærastofn í Dráng- ey heldur en t. d. á fátækum kotbæ. Vatnsból hefur laungum verið á eynni þó nú sé aftekið í bili, annað gæti reynst erfiðara, og það er gretluhöfundi fullljóst, og þetta er öflun eldsneytis. Fjörur eru svo litlar við eyna að reki verður ekki nema af tilviljun, að minsta kosti hefur mér ekki tekist að spyrja uppi skagfirðíng sem hafi séð þar rekadrumb, þó má gera ráð fyrir því sem fræðilegum hugsanleik að kefli' geti skolað á land, en hinu er bágt að trúa að eldur mundi ekki gánga út oftar á þrem árum í eynni en gretluhöfundur vill vera láta. Ljós er hér bundið eldsneyti, því náttúrlega feiti til Ijósmetis, hvort heldur af fé, fugli eða fiski, verður að bræða við eld svo úr verði lýsi eða tólkur. Eg sé þess aungvan kost að hægt sé að hafa eld né ljós í Drángey vetrarlángt nema eyarskeggjar hafi nokkurnveginn regluleg og tálmunarlaus viðskifti við héraðsmenn. Ofrjálsir menn í Drángey mundu éta hrátt og frosið og sitja í myrkri og kulda vetrarlángt. Þúng- bærri öllum öðrum þreingíngum þeirra yrðu þó hinir sálrænu erfið- leikar vistarinnar, lángsemin, þegar öllu hinu ytra mótlæti gerði inn. Við slíka deyfð held ég mönnum væri ekki líft. Eg mundi vilja ráð- leggja þeim lærifeðrum sem halda að Gretla sé sagnfræðirit, og öðrum sem finst ekkert sjálfsagðara en Grettir hafi átt heima í Drángey, að flytja framí eyna og setjast í „grettiskofa“ líkan þeim sem fróðir menn þykjast hafa fundið þar, sitja þó ekki þrjú ár, heldur svosem vikutíma í skammdeginu, bátlausir, eldlausir og ljósmetislausir í veðragarra, við ekki annan kost en frosið hráæti af því tagi sem ætla má að þeir Grettir hafi orðið að leggja sér til munns, ef slíkt gæti orðið til að hressa við raunskyn þessara spekínga. Ég fæ ekki betur séð en alt sem sagan segir um för Grettis til Dráng- eyar og dvöl hans þar, svo og af atburðunum kríngum fall hans, sé altof augljóslega af heimi skáldskapar og æfintýris til að geta orðið rök fyrir tilveru útilegumanna. Sérhvert atriði Drángeyarþáttar er bersýni- lega þannig sniðið að sem best fari í listrænni heild. Munnmæli og þjóðtrú um Gretti í Drángey gætu eins vel hafa komist á gáng eftir að sagan var skrifuð einsog áður — á sama hátt og Hamlet hefur orðið þjóðsagnapersóna Helsíngjaeyrar, og eignast þar sinn grettiskofa, gröf Hamlets, eftir að leikrit Shakespears varð frægt. Eins vel, segi ég, því við getum illa skorið úr því, enda eingin gögn eldri en sjálf bókin um
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.