Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Síða 79

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Síða 79
OPINBERT LISTASAFN Á ÍSLANDI 141 ræktunar skrúðgarðs, sem mundi geyma höggmyndir safnsins, hér næst- um ótæmandi. Hann mundi blasa við suöri, liggja upp eftir fallegri brekku, og svo er þaö ekki sízt heita vatniö, sem er aðeins steinsnar frá. Trjágarður Eiríks Hjartarsonar, sem liggur þarna rétt fyrir neðan, sýnir bezt, hvað gera má. (Reyndar mundi Laugarásvegurinn skera þennan garð, en hann mætti auðveldlega brúa á smekklegan hátt, eins og iðulega er gert erlendis. Kannske mætti einnig breyta veginum, því að því er ég man, er lega hans þarna ekki háð neinni ákveÖinni nauðsyn.) Fyrir nokkru síÖan var mér sagt, að náttúrufræöingar heima væru með fyrirætlanir um bótaniskan garð, þar sem ræktuð yrði öll flóra landsins. Þar sem mér viröist fyrirætlun þessi mjög nauösynleg, hefur mér dottið í hug, hvort ekki mundi liggj a beint við, að sameina þetta tvennt, höggmyndagarð og slíkt bótaniskt safn. Allar aðstæður virðast mér hinar beztu, því jarðvegurinn er tilbreytingaríkur, allt frá mýr- lendi upp í hrjóstrugt holt, auk þess sem jarðhitinn er nógur. Suma hef ég heyrt gagnrýna þessa staðsetningu fyrir það, að safnið mundi liggja um of úr alfaravegi, og vilja helzt sjá það byggt í mið- bænum. Þetta álit virðist mér vera sprottið af ónógum skilningi á eðli slíkrar stofnunar. Menn eiga ekki að skreppa inn í safnið til þess að standa af sér skúr, heldur eiga þeir að fara þangað, þegar nægur tími er fyrir höndum til þess að skoða vel. Einnig er mér ókunnugt um, að þeir staðir séu falir í miðbænum, þar sem nóg landrými sé undir höggmyndagarð, en það er auðvitað frumskilyrðið. Þess her og að gæta, að áætlaöar eru miklar framkvæmdir í Laugardalnum, sem eiga eftir að gera þetta svæði að veigamikilli miðstöð í lífi borgarinnar. Útlit byggingarinnar. Ef hús þetta yrði byggt, eins og hér er gert ráð fyrir, mundi vera um algjöra nýjung að ræða í íslenzkum bygg- ingarmálum. Hingað til hafa Reykvíkingar illu heilli orðið að sætta sig við opinberar byggingar, sem líkjast frekar ferlegum náttúruvið- undrum en verkum manna: Grá steinhlöss, sem bera þess engan vott, að augað skipti máli. í stað þess myrkurs og þunga, sem yfir þeim hvílir, andar þetta hús björtu. Það er frjálslegt yfir því og vingjarn- legt, — það er eins og búi í því bundin orka og gleði. Einmitt þannig á listasafn að vera. Einmitt þannig á það hús að mæta auganu, sem geymir gróanda íslenzkrar menningar. Það á að bjóða mönnum heim og vera sjálft listaverk.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.