Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Page 84

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Page 84
146 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR gang að henni úr forsalnum. Að öðru leyti virðist skipun þessi hin ákj ósanlegasta og fullnægja vel öllum kröfum. (Eins og menn munu taka eftir, er misræmi í flataruppdrættinum á milli lengdar efri og neðri hæðarinnar. Þetta stafar af því, að ég hef hér valið þær tvær teikningar, sem mér virtust gleggstar, en eiga þó ekki alveg saman. En þrátt fyrir þetta geta menn gert sér fulla grein fyrir hugmyndinni.) Kjallari. Undir neðri hæðinni er önnur, aðeins niðurgrafin, þar sem upp í brekkuna veit, og er þar gert ráð fyrir íbúð húsvarðar, ljósmyndastofu safnsins, viðgerða- og rannsóknastofu og öðru slíku, sem að rekstri safnsins lýtur. Undir forsalnum og allri vesturálmunni eru síðan miklar og rúmgóðar geymslur fyrir alla þá listmuni, sem ekki eru hafðir uppi, og er þeim hagað samkvæmt því skipulagi, sem bezt hefur reynzt og tryggir gripina að fullu gegn skemmdum. Eins og sýnt er, hefur Skarphéðinn skipt allri byggingunni í tvo aðgreinda hluta. I öðrum hlutanum er hið eiginlega listasafn, en í hinum er allt það annað, sem safninu ber. Allt skipulagið er með afbrigðum einfalt og hentugt og ber þess ljósan vott, að hér hefur ekki verið fáhnað út í loftið, eins og því miður vill oft brenna við, heldur byggt á nákvæmri athugun, smekkvísi og skýrri dómgreind. Og þó verður að hafa það hugfast, að myndir þær, sem hér eru birtar, eru aðeins nokkrar af fjölmörgum frumdráttum, og mega því alls ekki skoðast sem endanlegar tillögur. Mörgum mun eflaust verða sú spurning efst í huga, hvort safn það, sem hér er ráðgert, verði nógu stórt, — því auðvitað bætast við munir frá ári til árs. í söfnum stórborga, eins og National Gallery í London eða Louvre, verða sömu gripirnir, og þeir merkustu, helzt alltaf að vera til sýnis, því þangað kemur daglega straumur manna, sem aldrei hefur komið áður og kemur kannske aldrei síðan. Um söfn smærri borga gildir nokkuð annað. Þar verður að gera ráð fyrir því, að sama fólkið sæki þau frá ári til árs, listelskir menn kannske oft á mánuði. Þessvegna er það jafnvel frekar til bóta, að oft sé skipt um myndir og fjölbreytnin þarmeð aukin. í borgum á stærð við Reykjavík virðist mér þetta sjálfsögð regla og mundi vafalaust auka aðsóknina að safninu að mikluni jrmn..... ^ .......... _ . . 01
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.