Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Síða 88

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Síða 88
150 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR varpsumræðu á þingi. var það ýmist orðið skammbyssa með spenntan gikk eða rýtingur í hrygg á Sámi frænda. Og þegar þessi sami utan- ríkisráðherra mælti á sína málhöltu ensku í Washington 5. apríl síðastl. og hafði allan hnöttinn að áheyranda, þá var þessi skammbyssa eða rýtingur orðinn svo mikils háttar, að valdið mundi geta úrslitum urn öryggi landanna við Norðuratlanzhaf. Utanríkisráðherranum þótti allt sitt ráð mjög valt, ef þetta kjörvopn Atlanzhafsins fyllti ekki vopna- skemmu Bandaríkjanna. En hvort ísland er skammbyssa eða rýtingur -— það fer eftir því í hvora áttina utanríkisráðherrann horfir. Þetta er eins og í samkvæmisleik: hvort viltu heldur vera byssa eða rýtingur? Og Bjarni Benediktsson vill vera byssa, vegna þess að henni er miðað í austurátt. Nú eru þeir dagar löngu liðnir, er hlægileg skáld sungu um það í sínum barnaskap, að eyjan hvíta ætti sér enn vor ef fólkið þyrði. Vor- dagar skammbyssunnar hefjast ekki fyrr en hleypt er af henni. Fram- tíð skammbyssunnar er að duga sem bezt til mannvíga og fara síðan í deigluna með öðru brotajárni að loknu lífsverki. Og það er ekki að efa, að orð hins íslenzka utanríkisráðherra á skammbyssunni hafa vakið mikinn fögnuð í herráði Bandaríkjanna. Herra Bjarni Benediktsson hlýtur að njóta þar þeirra vinsælda, sem hann hefur farið á mis við heima í föðurlandi sínu. Hinn raunsæi og vígsvitri utanríkisráðherra þarf ekki að gera sér neinar rómantískar tálsýnir um það, að hann sé riddari í þjónustu hinnar björtu drottningar á Atlanzhafi. Nei, hann gætir aðeins einnar smábyssu á þessu útskeri í umboði Bandaríkjanna. Hann lofar Ólafi Thors, formanni Sjálfstæðisflokksins, að leika ridd- arann, sem stendur vígbúinn við fald Fjallkonunnar og heggur loftið með vinstri hendinni meðan hann skrifar undir sölusamninginn með þeirri hægri. Herra Bjarni Benediktsson veit það sem sé vel, að Thors- ættin skipar svo háan sess í borgaralegu þjóðfélagi á íslandi, að venju- leg blygðunartilfinning þykir þar ekki kurteisi. Þær hugmyndir sem utanríkisráðherrann gerir sér um ísland og stöðu þess eru mjög fjarri því að vera frumlegar. Hver óþveginn bandarískur blaðasnápur hefur túlkað þessar hugmyndir utanríkisráð- herrans árum saman. í hugskoti Bandaríkjanna er ísland ekkert annað en landfræðilegur punktur, mældur í flugstundum frá ströndum Ame- ríku. ísland er aðeins einn af mörgum slíkum landfræðilegum punktum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.