Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Page 91

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Page 91
POST MORTEM 153 Atlanzhafsbandalagið og íslenzkt viðskiptalíí íslenzka borgarastéttin og hinir þrír flokkar hennar hafa með sam- þykkt Atlanzhafssáttmálans gengizt undir að selja ísland undir árás- arflota hinna engilsaxnesku stórvelda í þeirri styrjöld, sem hefja skal gegn sósíalisma aldar vorrar. Stjórnmálaflokkar hinnar íslenzku yfir- stéttar hafa með þessu tekið á sig mikla ábyrgð. Sú stund mun renna upp, er flokkar þessir verða sóttir til sektar fyrir þetta verk — denn alte Schuld raclit sich auf Erden! En það lítur ekki út fyrir, að þeir finni til mikillar ábyrgðar þessa stundina. Það hefur hins vegar hlaupið í þá einhver lostafullur ofsagalsi, lífsfjör þeirrar tegundar, sem er skyld- ust kaupmennskugleði. Um það leyti sem kom til mála að selja landið undir sáttmálann upphófst óvenjulegur kaupsýsluáhugi á íslandi. Einn af áhugamönnum Sjálfstæðisflokksins gerðist skyndilega leiður á leik- fangagerð, sem hann átti í nágrenni Reykj avíkur. Fyrirtækið heitir Silfurtún, mesta heillanafn, en sennilega lítil féþúfa, enda þjóðnýtti Sjálfstæðisflokkurinn þessa Ieikfangagerð og létti þar með þungri byrði af einstaklingsframtakinu. Um sama leyti fjölgaði sjálfseignarbændum í landinu um einn góss- •eiganda. Einn af fremstu þingmönnum Framsóknarflokksins og fyrr- verandi leiguliði á þjóðjörð gat ekki hugsað til þess að deyja á möl- inni, í sveit vildi hann bera beinin. Flokkurinn brást vel við ellilöngun landsetans í Skálholti og seldi honum þjóðjörðina Kaldaðarnes fyrir nokkur kýrverð. Þetta gerðist hvort tveggj a fyrir landsöluna miklu. En sala ættjarðarinnar hafði sýnilega mjög örvandi áhrif á almennt viðskiptalíf í landinu. Tveimur dögum eftir að utanríkisráðherra skrif- aði undir Atlanzhafssáttmálann og flutti heiminum harmatölur sínar í Washington um illsku íslenzkra, fluttu tveir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins, Sigurður Kristjánsson og Hallgrímur Benediktsson stór- kaupmaður, tillögu til þingsályktunar í 15 liðum. Þar var farið fram á að selja 8 ríkisfyrirtæki og eignir þeirra, svo sem fiskiðjuver ríkisins, tunnuverksmiðju ríkisins, viðtækjaverzlun ríkisins, Landsmiðjuna — að ógleymdu Silfurtúni, hinu efnilega þjóðnýtingarfyrirtæki Sjálfstæð- isflokksins. Af öðrum liðum tillögunnar má nefna afnám orlofslaga og vinnumiðlunar og lækkun fjárframlaga til almannatrygginga. Höfund- ar tillögunnar höfðu sýnilega ríka löngun til að afnema slíkan bolsje- vism sem skóla- og fræðslukerfi ríkisins, en blygðunin varð þó fýsn-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.