Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Blaðsíða 94
156
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
ekki fótum troðin, að þjóSin sé ekki ofurseld því valdi, sem hún óttast
og vænir um óheilindi af biturri reynslu.
Hin myndin er innan úr þinghúsinu. StuSningsmenn ríkisstj órnar-
innar og hún sjálf, umkringd verndurum sínum, hinum kylfubúnu. Sekt-
artilfinning og lamandi hræSsla er aSalsmerki þeirra í dag. En hvaS
hræSast þeir mest? Mannfjöldann úti fyrir meS uppréttar hendur,
í hrópandi áskorun, bæn? Naumast. Gegn honum og boSsgestum sín-
um hafa þeir gas- og kylfuliSiS. HræSast þeir unglingalýSinn, sem
kastar aS þeim skít af fyrirlitningu óábyrgrar æsku? Finna þeir dóm
þjóSar sinnar í þessum fávíslegu, vansæmandi brekum reykvískra ung-
linga? Ef til vill. ESa hræSast þeir sjálfa sig mest? Flækjunet þau,
sem um þá eru snúin af slungnu, erlendu valdi. Skuggi seks manns er
ægilegur, þegar hann minnir á framin óhæfuverk, og blasir hvarvetna
viS skelfdum hug og augum hins seka. En þeir rétta líka upp hend-
ur — á móti umbjóSendum sínum utan dyra, drepa óskir þeirra og
bænir skjálfandi höndurn í atkvæSagreiSslu um mál, sem varSa kann
fíf, velferS og tilveru lítillar þjóSar, er þráir þaS mest aS fá aS lifa
í friSi og vill ekki lána land sitt fyrir vígvöll í átökum stórvelda um
ólík hagkerfi og heimsyfirráS.
Þessar tvær myndir, aSskildar þunnum múrvegg, standa mér skýr-
astar fyrir augum þennan dag. í gegnum gasmekki horfa þær viS mér
í hvössu ljósi, óafmáanlegar, þrungnar ömurleik mikilla skapa — og
bregSa birtu yfir lýSræSi íslendinga — í framkvæmd.
Lengi munu þau í minnum hin djörfu og sönnu orS síra Jakobs
Jónssonar, í útvarpsguSsþjónustu þetta sama kvöld, 30. marz, sem
m. a. lutu aS því, aS vant væri milli aS sjá, hverjir væru sekari um
siSlausa framkomu og beitingu ranglætis, þingmennirnir innanhúss, er
láta vildu land sitt falt og vógust á meS ljótustu orSaleppum tungunnar,
eSa strákalýSurinn, sem kastaSi aS þeim skarni af götunni.
Þessi orS hins mæta kennimanns voru eins og egghvast kastljós inn
í blekkingamoldviSriS, sem valdhafarnir létu þyrla út um byggSir
landsins — yfir raunveruleg ætlunarverk og sanna atburSi dagsins.
Þau komu stjórnarliSinu á óvart. Þau brugSu á þaS birtu. í glampa
fárra orSa sá þjóSin myndir, sem hún mun seint gleyma.
Fáum kvöldum eftir þessa atburSi var ég af tilviljun staddur á heim-