Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Qupperneq 13
RITSTJ ÓRNARGREINAR
3
Þórsnesþingi. BæSi þessi rit komu út um miðja öldina sem leiS. Margt er tínt
hér til, er varpar nýju ljósi yfir ýmislegt í sambandi viS þessi rit.
Saga sú, sem sögS er í íyrra bindi, varS óumílýjanlegur undanfari þeirra sam-
taka og atburSa, sem síSar er greint frá og heita má meginuppistaSan í þessu riti.
Höfundur bókarinnar, LúSvík Kristjánsson, ritstjóri Ægis, er kunnur fyrir rit-
störf sín, ekki sízt hina vinsælu ævisögu Knuds Zimsens, fyrrv. borgarstjóra, er kom
í tveim bindum, ViS fjörS og vík og Úr bœ í borg.
ísenzka þjóðveldið, eftir Bjöm Þorsteinsson
ÞjóSveldiS foma er glæsilegasta tímabil íslenzkrar þjóSarsögu. Um þetta tíma-
bil hefur margt veriS ritaS af innlendum og erlendum vísinda- og fræSimönnum aS
fornu og nýju, en rækileg saga þess hefur ekki veriS skrifuS af öSrum en Boga
MelsteS og Konrad Maurer, síSan Sturlu ÞórSarson leið (1284). Á síSustu áratug-
um hefur sagnfræSi og þjóSfélagsvísindum fleygt fram og menn keppzt viS aS end-
urskoSa þjóSarsögur í ljósi nýrrar þekkingar og vísindalegra rannsókna. Þannig
hafa mikil rit komiS út um sögu bæSi Vestur- og Austurlanda, en lítið veriS aS-
hafzt í íslenzkri sagnfræSi. Bjöm beitir hér í fyrsta sinn hinni nýju þekkingu þjóS-
félagsvísinda og mannfræSi viS vandamál íslandssögunnar. Hann lýsir fyrst sam-
félagsþróuninni á Vesturlöndum (einkum í Noregi) fyrir daga íslandsbyggSar og
sýnir þannig ljósar en áSur hefur veriS gert, hvaSa samfélagshætti landnemar ís-
lands flytja meS sér hingaS. SíSan rekur hann í skýmm dráttum þróun íslenzks
þjóSfélags, stjórnmála-, menningar- og atvinnusögu þess fram til ársins 1264. Bjöm
Þorsteinsson er þegar kunnur bæSi sem fræSimaSur og rithöfundur. AS loknu
prófi í íslenzkum fræSum hér viS háskólann stundaSi hann framhaldsnám í sagn-
fræSi á Bretlandi, og hefur gert merkilegar rannsóknir á verzlunarviSskiptum fs-
lands og Bretlands fyrr á öldum. Enginn vafi er á því aS þessi bók hans vekur at-
hygli þar sem hún bregSur nýju ljósi á þá tíma er íslendingum hafa lengst af veriS
hugstæSastir í sögu sinni.
Ef sverð þitt er stutt, skáldsaga eftir Agnar Þórðarson
Mál og menning leggur áherzlu á aS kynna árlega a. m. k. einn ungan höfund.
Agnar Þórðarson hefur að þessu sinni orðið fyrir vali. Hann er meSal þeirra ungra
skálda sem gera má sér beztar vonir um. Hann gaf út skáldsöguna Haninn galar
tvisvar, 1949, og þótti hún góS frumsmíS. Þá hefur hann samiS viS ÞjóSleikhúsiS
um sýningarrétt á leikriti eftir sig er nefnist Þeir koma í haust, en fyrsti þáttur
þess birtist hér í tímaritinu. Auk þess hefur Agnar ritaS smásögur og greinar um
bókmenntir. Skáldsagan Ef sverS þitt er stutt ... gerist í Reykjavík á okkar tím-
um. Hún segir frá ungum manni sem viS andlát föður síns kemst aS því, aS faSir
hans er var hinn vammlausi, dyggi og hversdagsgæfi borgari hefur veriS flæktur
inn í fjármálahneyksli og í rauninni aldrei veriS frjáls maður. Sonurinn, Hilmar
Jóhannsson, sem nú tekur viS fyrirtæki föSur síns á þann kost aS halda áfram á
sömu braut eSa aS spyma viS, bjarga sjálfum sér og fá uppreist fyrir minningu
föSur síns. Frá því segir sagan hvemig manni í slíku einkastríSi vegnar.