Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Síða 16

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Síða 16
6 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR aflestrar, og höfundurinn hlaut fyrir hana bókmenntaverðlaun Stalíns 1947. Þessi saga hefur einnig verið þýdd á ýms erlend mál, m. a. frönsku og ensku, og hefur orðið vinsæl og hlotið góða dóma. Geir Kristjánsson, ritstjóri, hefur þýtt söguna úr frummálinu. Tala3 við dýrin, eftir Konrad Z. Lorenz Konrad Z. Lorenz, sem lengst af hefur starfað í Altenberg í Austurríki, er einn kunnasti dýrafræðingur, sem nú er uppi. Hefur hann einkum rannsakað háttemi og sálarlíf dýra, safnað um það efni miklum fjölda staðreynda, komið fram með nýjar skýringar og kenningar og smíðað sum þau hugtök, sem nú er einna mest beitt í dýrasálarfræði. Þetta rit kom fyrst út á þýzku 1950. Síðan hefur það verið þýtt á mörg mál, m. a. á ensku, og hefur bókin hvarvetna verið ótrúlega mikið lesin og hlotið verðugt lof ágætustu sérfræðinga. Efni bókarinnar er fjölþætt. Höfundur segir þar frá athug- unum sínum á dýrum, sem hann hefur haft undir handarjaðri sínum. Vér hittum þar gamla kunningja eins og hundinn. Þótt einhver þykist e. t. v. þekkja þessa skepnu svo vel, að hann viti allt, sem vert er að vita um hana, mun hann við lestur bókarinnar komast að raun um, að svo er ekki. Svo margt merkilegt og nýstárlegt segir Lorenz oss um þá. Allt fær líf og lit, þótt höfundur fjalli um smávægilegustu og hversdagslegustu hluti: Jafnvel nokkrir smáfiskar í keri verða heill heimur furðuverks, sem hann þreytist aldrei á að athuga. Mikill hluti bókarinnar fjallar um fugla, félagslegt háttemi þeirra og sálarlíf. Rekumst vér einnig þama á gamla kunningja eins og hrafninn og heiðagæsina. Frásögn höfundar er lipur og létt, stundum krydduð kímni, en undirtónninn er samt alvarlegur og heimspekilegur. Hinar stórmerku athuganir hans á dýrum varpa nýju ljósi yfir marga þætti manneðlisins, og þegar vér höfum lesið bókina, munum vér komast að raun um, að vér skiljum ekki einungis dýrin betur, heldur og stöðu vora og hlutverk í hinum lifandi heimi — og oss sjálf. Símon Jóh. Ágústsson, prófessor, hefur þýtt bókina og Finnur Guðmundsson, náttúrufræðingur, ritar formála fyrir henni. Bókin er skreytt fjölda teikninga eftir höfundinn. Eins og ljóst má vera af þessu yfirliti er hér um að ræða fjölbreytt úrval bóka og margar nýstárlegar. Stjórn Máls og menningar treystir því að undirtektir verði svo góðar, að þessi flokkur þurfi ekki að verða sá síðasti sem félagið gefur út. Sérstak- lega skorum við á umboðsmenn Máls og menningar og alla velunnara félagsins að vekja athygli á bókunum og því menningarstarfi sem félagið vinnur með þessari út- gáfu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.