Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Side 31
KÍNVERSKA BYLTINGIN OG AIÞÝÐULÝÐVELDIÐ
21
aði. Hinn nýi flokkur hafði ekki kommúnistiska stefnuskrá, en hreyf-
ingin styrktist mjög, enda héldust hér í hendur sjálfstæðishreyfing, borg-
araleg lýðræðishreyfing og verkalýðshreyfing. Sun-Jat-sen varð því brátt
svo sterkur á svellinu, að hann gat hafið samninga um sameiningu rík-
isins við hershöfðingja þá, er réðu Norður-Kína. Hann fór til Peking
í því skyni snemma á árinu 1925, en þar dó hann skyndilega, aðeins 54
ára að aldri.
Eftirmaður hans sem foringi flokksins hét Wang-Tsing-vai, en Chi-
ang-Kai-shek varð yfirherforingi. í maí 1926 var hafin herferð til
Norður-Kína og mikill hluti hins eiginlega Kína féll Kuo-min-tang-
stjórninni í hendur og var Hankou gerð að höfuðborg. Hreyfingin varð
nú mjög róttæk og gerðust vinstrimenn nú umsvifamiklir undir for-
ystu hins rússneska kommúnista Borodins og kröfðust harðrar baráttu
gegn áhrifum erlendra stórvelda og innlendra auðkýfinga. En þetta olli
mikilli óánægju meðal hægri manna í flokknum, en foringi þeirra var
Chiang-Kai-shek. Hann var vinstri mönnum ákaflega hættulegur vegna
þess hve miklu hann réð í hernum. Hann studdi sig einnig við auð-
jöfra í Shanghai og hin vestrænu stórveldi, en þau þurftu mjög á vin-
áttu hans að halda til þess að geta haldið áhrifum sínum í landinu.
Klofnaði nú flokkurinn, og Chiang-Kai-shek myndaði nýja stjórn í Nan-
king, og þar sem hann réð yfir hernum sigraði hann kommúnista, sem
veittu vinstra armi flokksins forystu. Voru þeir og fylgismenn þeirra
drepnir hvar sem þeir náðust. Hinir rússnesku aðstoðarmenn flokksins
urðu að fara úr landi, og sambandið við Moskvu rofnaði. Arið 1928 má
telja að Chiang-Kai-shek hafi verið búinn að ná öllu hinu eiginlega Kína
á vald sitt. En þó átti hann enn í höggi við ýmsa hershöfðingja, sem
reyndu að halda völdum í ýmsum fylkjum. Nutu þeir stundum stuðnings
frá erlendum ríkjum, sem ekki vildu auka ríki Chiang-Kai-sheks. Með
stuðningi flokks síns gerðist Chiang-Kai-shek í raun og veru einvaldur
í Kína. Hann komst í gott samband við ýms erlend ríki, einkum Breta,
sem áttu geysimikið fjármagn þar í landi og stjórn hans naut mikils
stuðnings breskra kaupsýslumanna og iðnrekenda þar eystra.
Þrátt fyrir tiltölulega góða sambúð við hin erlendu ríki átti Kuo-
min-tang stjórnin frá upphafi við mikla örðugleika að etja. Ýmsir hers-
höfðingjar og aðrir voldugir menn voru henni fjandsamlegir vegna þess
að hún var í þeirra augum of róttæk og óþjóðleg. Ennfremur voru